fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Fréttir

Guðmundur og Erna sakfelld fyrir stórfellt fíkniefnabrot – Lentu áður í sérsveitinni

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 26. september 2023 11:34

Frá Mjódd. Mynd: Ja.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 21. september síðastliðinn voru þau Guðmundur Þór Ármannsson og Erna Ósk Agnarsdóttir sakfelld fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með því að hafa vorið 2021 sótt og tekið á móti rúmlega 340 g af nær hreinu metamfetamíni sem ætlað var til söludreifingar í ágóðaskyni.

Fíkniefnin komu með póstsendingu sem var stíluð á móður Guðmundar. Þau Guðmundur og Erna útbjuggu falsað umboð frá móðurinni þess efnis að Erna hefði heimild til að sækja allan póst hennar. Framvísaði Erna hinu falsaða umboði og sótti sendinguna með fíkniefnunum. Átti þetta sér stað í afgreiðslu Póstsins í Mjóddinni. Afhenti hún sendinguna Guðmundi í strætisvagni á leið að heimili hans. Þar handtók lögregla parið, segir í ákæru.

Áður en parið fékk sendinguna hafði lögreglan lagt hald á fíkniefnin og skipt þeim út fyrir gervivefni. Að auki var komið fyrir hljóðupptöku- og staðsetningarbúnaði í umslaginu sem fíkniefnin voru í. Einnig var hlutast til um símhlustun og öflun símaupplýsinga hjá hinum skráða móttakanda, auk öflunar heimildar til húsleitar. Með þessar heimildir og tæki að vopni gekk rannsókn lögreglu á málinu greiðlega.

Lentu illa í sérsveitinni

Parið hefur komið við sögu lögreglu áður en Guðmundur var dæmdur í 11 mánaða fangelsi árið 2020 fyrir ýmis fíkniefnalagabrot. Árið 2017 ræddi Erna við fjölmiðla um innrás sérsveitar lögreglustjóra inn á heimili þeirra. Sagði hún sérsveitina hafa sýnt Guðmundi, sem ekki veitti neina mótspyrnu, óþarfa harðræði og beint byssu að fimm ára dóttur þeirra.

Sagðist Erna ætla að kæra yfirvöld vegna málsins en DV er ókunnugt um framgang málsins eftir það.

Sögðust ekki hafa vitað um innihald sendingarinnar

Fyrir dómi játaði parið að hafa sótt sendinguna á pósthúsið en þau báru við að þau hafi ekki vitað um innihald sendingarinnar. Framburður þeirra þótti ótrúverðugur fyrir dómi.

Bæði eru ákærð fyrir að hafa tekið á móti sendingunni á pósthúsinu en Erna var auk þess ákærð fyrir að hafa haft í vörslum sínum amfetamín og fleiri fíkniefni á heimili sínu.

Bæði voru fundin sek samkvæmt ákæru. Var Guðmundur dæmdur í 12 mánaða fanglesi og Erna Ósk í 14 mánaða fangelsi.

Dóminn má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Innflytjandinn sem lét íslenskar konur heyra það: „Væri reiðin ykkar önnur ef Íslendingur hefði skrifað þetta?“

Innflytjandinn sem lét íslenskar konur heyra það: „Væri reiðin ykkar önnur ef Íslendingur hefði skrifað þetta?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurður G. segir að eins og fyrr sé hnefinn á lofti hjá Eflingu

Sigurður G. segir að eins og fyrr sé hnefinn á lofti hjá Eflingu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hrafnhildur dæmd í tveggja ára fangelsi fyrir fjárdrátt

Hrafnhildur dæmd í tveggja ára fangelsi fyrir fjárdrátt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Baldvin rak 99 starfsmenn sem skrópuðu á morgunfund – „Snáfið út úr fyrirtækinu mínu undir eins“

Baldvin rak 99 starfsmenn sem skrópuðu á morgunfund – „Snáfið út úr fyrirtækinu mínu undir eins“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Faðir sló og sparkaði í dóttur sína – Hótaði að berja hana svo illa að hún gæti ekki andað fyrir blóði

Faðir sló og sparkaði í dóttur sína – Hótaði að berja hana svo illa að hún gæti ekki andað fyrir blóði
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sævar Þór beinir athygli að því að sumir hafa það ekki gott um jólin

Sævar Þór beinir athygli að því að sumir hafa það ekki gott um jólin