fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fókus

Elton John setur bandaríska heimilið á sölu

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 26. september 2023 18:00

Elton John

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breski tónlistarmaðurinn Elton John lauk nýlega síðustu tónleikaferð sinni, Farewell Yellow Brick Road, sem varð tekjuhæsta tónleikaröð allra tíma. Nú flytur hann flytja heimili sitt varanlega til Windsor á Englandi og hefur hann því sett íbúð sína í Atlanta í Bandaríkjunum á sölu. Íbúðin hefur verið heimili John vestanhafs í þrjátíu ár, en verðmiðinn á henni er um fimm milljónir dala.

John keypti upphaflega tvær íbúðir á 36. hæð í lúxus Park Place háhýsa turninum í Buckhead hverfinu í Atlanta fyrir 925 þúsund dali, síðar bætti hann við fimm íbúðum og bjó þannig til 1230 fermetra íbúð á tveimur hæðum, sem skiptist í fjögur svefnherbergi, sjö baðherbergi og fleira.Viðarveggir, lofthæðarháir gluggar og stórkostleg útsýni yfir borgina gera þessa eign einstaka. Hvert herbergi er vandlega útbúið, með fallegum innréttingum, súlum í grískum stíl, stiga með glerveggjum og einstökum ljósakrónum. Margar svalir á öllum hliðum heimilisins bjóða upp á glæsilegt útsýni frá sólarupprás til sólarlags.

Aðalsvítan er með svefnherbergi með ljósu harðviðargólfi og háum speglum, onyx-klætt baðherbergi, glæsilegt setusvæði og risastórt fataherbergi með einkasvölum. Í eldhúsinu eru tæki úr ryðfríu stáli og morgunverðarbar með sætum. Stóra tveggja hæða stofan, glæsilegt tveggja hæða borðstofa, rúmgóð stofa og mörg gallerírými sem hýstu einstakt ljósmyndasafn Johns veita næsta eiganda nóg pláss. Í íbúðinni er einnig líkamsræktarstöð, heilsulind/nuddherbergi og þrjár rúmgóðar gestasvítur. Níu frátekin bílastæði, sex einkageymslur og fimm sérstakar víngeymslur fullkomna heimilið.

Buckhead, sem er þekkt sem „Beverly Hills of the South“, er verslunar- og íbúðahverfi Atlanta í miðbænum sem er þekkt fyrir glæsilegar verslunarmiðstöðvar, fína veitingastaði, stórhýsi og listasöfn. Sem annað ríkasta póstnúmerið í suðri er hverfið heimili margra af farsælustu forstjórum Atlanta, frumkvöðlum og áhrifamönnum skemmtanaiðnaðarins.

John er farsælasti sólólistamaðurinn í sögu Billboard vinsældalistans, með meira en 50 lög sem lent hafa í 1 . sæti listans, sjö plötur í fyrsta sæti og yfir 300 milljónir í metsölu. John á vinsæl lög eins og Rocket Man, Crocodile Rock og Don’t Go Breaking My Heart, og minningaróður hans til Díönu prinsessu, Candle in the Wind, er mest selda smáskífa allra tíma. Hann hefur hlotið tvenn Óskarsverðlaun, Tonyverðlaun, stjörnu á Hollywood Walk of Fame, inngöngu í frægðarhöll rokksins og riddaraverðlaun Elísabetar II.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“
Fókus
Í gær

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“