fbpx
Miðvikudagur 02.apríl 2025
Fréttir

Segja lögregluna reyna að hafa áhrif á dómstóla – „Fátt er hættulegra samfélaginu en fullkomlega vanhæf lögregla“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 25. september 2023 09:53

Sveinn Andri Sveinsson og Vilhjálmur H. Vilhjálmsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hæstaréttarlögmennirnir, Sveinn Andri Sveinsson og Vilhjálmur H. Vilhjálmsson saka embætti ríkislögreglustjóra um að reyna að hafa áhrif á niðurstöðu hryðjuverkamálsins svokallaða sem er til meðferðar hjá dómstólum. Báðir vísa þeir til viðtals Mbl.is í gær við Karl Steinar Valsson, yf­ir­lög­regluþjón alþjóðasviðs rík­is­lög­reglu­stjóra, þar sem rætt er um hættustig hryðjuverka hérlendis en það var hækkað í kjölfar afléttingar gæsluvarðhalds yfir sakborningunum í áðurnefndu máli, þeim Sindra Snæ Birg­is­syni og Ísi­dór Nathans­syni. Sagði Karl Steinar í viðtalinu að vel kæmi til greina að lækka hættustigið að nýju ef Sindri og Ísidór yrðu sakfelldir.

„Það gæti al­veg verið, eins og ég segi þá er þetta al­veg lif­andi plagg,“ sagði Karl Steinar.

Þessar vangaveltur Karls Steinars hafa farið öfugt ofan í lögmennina. Sveinn Andri, sem er lögmaður Sindra Snæs, sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hann fer hörðum orðum um rannsókn lögreglunnar og segir viðtalið vera „ósvífna tilraun til þess að hafa áhrif á dómara þann sem hefur hryðjuverkamálið til meðferðar“ . Segir hann greinilega hafi „gripið um sig örvænting á lokastigi“ hjá laganna vörðum og að það skipta starfsmenn embættisins meira máli að halda andliti og sleppa við að gleypa eigin stóryrði frekar en að tveir ungir menn séu dæmdir saklausir í fangelsi.

Bendir Sveinn Andri á að Sindri Snær og Ísidór hafa ekki verið ákærðir fyrir neitt sem lýst var í frægum blaðamannafundi lögreglu þar sem fullyrt var að hryðjuverk hefði líklega verið stöðvað.

„Fátt er hættulegra samfélaginu en fullkomlega vanhæf lögregla. Brýnasta verkefnið í dag er að endurskoða frá grunni starfsemi Ríkislögreglustjóra þannig að samfélag okkar verði öruggara en það er í dag,“ skrifar Sveinn Andri.

Vilhjálmur er á sömu slóðum í aðsendri grein sinni á Vísi nú fyrir stundu. Segir hann orð Karls Steinars verði ekki skilin með öðrum hætti en að hættustig vegna hryðjuverka verði ekki lækkað ef Sindri Snær og Ísidór verða sýknaðir.

„Hér um að ræða skýr skilaboð frá ríkislögreglustjóra til héraðsdóms þar sem framkvæmdavaldið freistar þess að hafa áhrif á niðurstöðu í dómsmáli sem er til meðferðar hjá dómstólum. Justice must not only be done, but must also be seen to be done, sagði lord Gordon Hewart, enskur dómari, árið 1924. Því miður virðist ríkislögreglustjóri ekki hafa náð að tileinka sér þessa einföldu staðreynd 100 árum síðar,“ skrifar Vilhjálmur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Tveir voru handteknir í aðgerð lögreglunnar gegn barnaníðsefni

Tveir voru handteknir í aðgerð lögreglunnar gegn barnaníðsefni
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Fordæma seinagang mennta- og barnamálaráðuneytisins

Fordæma seinagang mennta- og barnamálaráðuneytisins
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Óska eftir því að þeir sem dvöldu á vöggustofum sem börn stígi fram og gefi kost á viðtali

Óska eftir því að þeir sem dvöldu á vöggustofum sem börn stígi fram og gefi kost á viðtali
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Evrópskir hermenn eiga að tryggja að Rússar ráðist ekki á ný á Úkraínu

Evrópskir hermenn eiga að tryggja að Rússar ráðist ekki á ný á Úkraínu
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Svona er staðan á Reykjanesskaga eftir nóttina

Svona er staðan á Reykjanesskaga eftir nóttina