Víkingur Reykjavík er Íslandsmeistari 2023 eftir úrslit dagsins í Bestu deild karla.
Víkingur hefur aðeins tapað einum leik á öllu þessu tímabili og verður svokallaður sófameistari eftir úrslitin í dag.
Valur þurfti að vinna KR til að eiga möguleika á titlinum en þeim leik lauk með 2-2 jafntefli á Meistaravöllum.
Eftir 24 leiki er Valur með 49 stig í öðru sæti deildarinnar, 11 stigum á eftir Víkingum sem mæta Breiðablik á morgun.
Stjarnan vann þá flottan 3-1 sigur á FH og er komið í Evrópusæti og Keflavík vann sinn annan sigur í sumar á heimavelli gegn HK.
KR 2 – 2 Valur
0-1 Orri Hrafn Kjartansson(’25)
1-1 Benoný Breki Andrésson(’53)
1-2 Patrick Pedersen(’74)
2-2 Benoný Breki Andrésson(’76, víti)
FH 1 – 3 Stjarnan
0-1 Eggert Aron Guðmundsson(‘5)
0-2 Eggert Aron Guðmundssin(’15)
1-2 Gyrðir Hrafn Guðbrandsson(’47)
1-3 Emil Atlason(’57)
Keflavík 2 – 1 HK
1-0 Ignacio Heras(‘6, víti)
1-1 Marciano Aziz(‘8)
2-1 Sami Kamel(’24)