fbpx
Fimmtudagur 15.ágúst 2024
Fréttir

Íslenskir karlar vinna sjö tímum lengur en konur – Bændur og sjómenn vinna lengst

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 24. september 2023 09:00

Sjómenn og bændur vinna næstum því 54 stunda vinnuviku.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Meðalvinnuvika Íslendinga var 39 klukkutímar árið 2022. Vinnuvikan hefur sífellt verið að styttast á undanförnum árum en árið 2015 var hún 41 tímar. Íslendingar hafa þó enn þá ekki náð meðaltali Evrópu, sem er 37,5 tímar.

Þetta kemur fram í nýjum tölum Eurostat, tölfræðistofnunar Evrópusambandsins.

Ekki er langt síðan Ísland var á meðal þeirra landa þar sem vinnuvikan var hvað lengst. Í dag er hún lengst í Serbíu, 43,3 klukkutímar en þar á eftir koma Grikkland og Pólland. Almennt er vinnuvikan mun lengri í eystri hluta Evrópu en vestari. Ísland er hins vegar á meðal þeirra ríkja í vesturhlutanum þar sem vinnuvikan er lengst.

Styst er vinnuvikan í Hollandi, aðeins 33,2 klukkutímar. Þar á eftir koma Þýskaland, Danmörk, Noregur og Sviss.

Karlar í þriðja sæti en konur nítjánda

Mikill munur er á lengd vinnuvikunnar hjá körlum og konum. Íslenskir karlar vinna 42,2 tíma á viku, og er vinnuvikan sú þriðja lengsta í Evrópu. Vinnuvikan hjá íslenskum konum er 35,3 tímar og eru þær í nítjánda sæti í álfunni.

Bændur og sjómenn vinna mun lengur en heilbrigðisstarfsfólk

Einnig er mikill munur á lengd vinnuvikunnar eftir atvinnugreinum. Hjá bændum og sjómönnum er hún 53,9 klukkutímar, 43,4 hjá byggingingaverkamönnum, 42,3 hjá bílstjórum, 42,1 hjá verksmiðjufólki, 39,8 hjá starfsfólki fjármálafyrirtækja, 38,9 hjá vísindafólki, 38,7 hjá verslunarfólki, 37,8 hjá starfsfólki í veitingastaða og hótela, 36,5 hjá kennurum, 33,8 hjá listamönnum og 33,1 hjá heilbrigðisstarfsfólki svo einhverjar starfsgreinar séu nefndar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Dóttir Musk tætir í sig heimsþekktan ævisöguritara hans – „Það er andskotans brandari“

Dóttir Musk tætir í sig heimsþekktan ævisöguritara hans – „Það er andskotans brandari“
Fréttir
Í gær

Lögregla kölluð til eftir skírn í Hallgrímskirkju – „Ég er mjög hrædd því ég veit ekki hvað hann gerir næst“

Lögregla kölluð til eftir skírn í Hallgrímskirkju – „Ég er mjög hrædd því ég veit ekki hvað hann gerir næst“
Fréttir
Í gær

Sóley segir orðatiltækið „svolítið OCD“ grafa undan skilningi á þráhyggju og áráttu

Sóley segir orðatiltækið „svolítið OCD“ grafa undan skilningi á þráhyggju og áráttu
Fréttir
Í gær

Sparaði 12 milljónir á tveimur árum en íbúðin hafði á sama tíma hækkað um 18 milljónir

Sparaði 12 milljónir á tveimur árum en íbúðin hafði á sama tíma hækkað um 18 milljónir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þingfesting í stóra fíkniefnamálinu – Nístandi kvíði sakborninga sem óttast afhjúpun og smánun

Þingfesting í stóra fíkniefnamálinu – Nístandi kvíði sakborninga sem óttast afhjúpun og smánun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kom starfsmanni Keflavíkurflugvallar í opna skjöldu – Sjáðu myndina

Kom starfsmanni Keflavíkurflugvallar í opna skjöldu – Sjáðu myndina