fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Hvatningarsjóður Kviku úthlutar styrkjum

Eyjan
Föstudaginn 22. september 2023 14:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvatningarsjóður Kviku hefur það hlutverk að hvetja og styrkja ungt fólk til iðn- og kennaranáms. Markmið sjóðsins er að efla umræðu og vitund um mikilvægi iðn- og kennaranáms og þýðingu starfa sem því tengjast fyrir íslenskt atvinnulíf. Sjóðurinn var stofnaður a rið 2020 og tók við af Hvatningarsjóði iðnnema, stofnaður 2018, og Hvatningarsjóði kennaranema, stofnaður árið 2019.

Alls hlutu 10 iðnnemar og 6 kennaranemar styrk úr Hvatningarsjóði Kviku í ár.

Samstarfsaðilar Kviku í Hvatningarsjóðnum eru Samtök iðnaðarins og mennta- og barnamálaráðuneytið. Sjóðurinn veitir styrki fyrir allt að 10 milljónum króna árlega, en miðað er við að einstaka styrkir séu frá 500.000 til 1.000.000 króna.

Ármann Þorvaldsson forstjóri Kviku banka:

Mikilvægi iðnnáms og kennaranáms fyrir samfélagið og íslenskt atvinnulíf er ótvírætt og erum við í Kviku afar stolt af því að geta hvatt ungt fólk til dáða í þessum námsgreinum. Frá því að hvatningarsjóðurinn var stofnaður hefur aðsókn í iðnnám aukist verulega. Jafnframt hefur aðsókn í kennaranám aukist og brautskráningum fjölgað samhliða. Vaxandi fjöldi sækir um styrk úr sjóðnum a hverju ári. Við erum stolt af framlagi hans og þökkum Samtökum iðnaðarins og mennta- og barnamálaráðuneytinu fyrir mjög gott samstarf.“

Árni Sigurjónsson, formaður Samtaka iðnaðarins:

Samtök iðnaðarins hafa allt frá stofnun þeirra fyrir 30 árum lagt mikla áherslu a mennta- og mannauðsmál með það fyrir augum að auka veg iðn- og tæknináms. Aðsókn í slíkt nám er nú mikil og því ríður a að flýta enn frekar byggingu nýs Tækniskóla í Hafnarfirði svo bætt aðstaða og sveigjanlegt starfsumhverfi fyrir þennan mikilvæga nemendahóp verði tryggð. Það er einkar ánægjulegt að taka þátt í að hvetja og styrkja ungt fólk í iðnnámi til frekari dáða. Ég óska öllum styrkþegum innilega til hamingju og óska þeim velfarnaðar í sínum framtíðarverkefnum.“

Hvatningarsjóður Kviku óskar styrkþegum til hamingju með úthlutaðan styrk á árinu.

Iðnnemar

  • Aldís Lilja Sigurðardóttir nemi í gull og silfursmíði í Tækniskólanum
  • Emilía Reynisdóttir nemi í rafvirkjun í Tækniskólanum
  • Eva Guðrún Geogiades nemi í byggingariðnfræði í Háskólanum í Reykjavík
  • Eyjólfur Eiríksson nemi í múriðn
  • Helgi Líndal Elíasson nemi í gullsmíði í Tækniskólanum
  • Katla Þórudóttir nemi í matreiðslu í Menntaskólanum í Kópavogi
  • Tara Ósk Markúsdóttir nemi í vélstjórn og rafvirkjun í Tækniskólanum
  • Tómas Máni Firth nemi í húsasmíði í Tækniskólanum
  • Vinny Dögg Jónsdóttir nemi í rafvirkjun í Tækniskólanum
  • Ævar Ottó Arnarson nemi í rafvirkjun í Verkmenntaskólanum á Akureyri

Kennaranemar

  • Ásta Dís Helgadóttir nemi í grunnskólakennslu yngri barna í Háskóla Íslands
  • Dagrún Sól Barkardóttir nemi í kennarafræðum í Háskólanum á Akureyri
  • Ella Dís Thorarensen nemi í kennslu list og verkgreinum í Háskóla Íslands og húsasmíði í Tækniskólanum
  • Hildur Lovísa Hlynsdóttir nemi í kennslufræðum yngri barna í Háskóla Íslands
  • Jóhann Óli Rainersson nemi í stærðfræðikennslu í Háskóla Íslands Lína Dóra Hannesdóttir nemi í kennsluréttindum á framhaldsskólastigi í Háskólanum á Akureyri
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Stjórnarskrárbrot Alþingis: Lögmaður sýnir svart á hvítu hversu miklu var breytt í frumvarpinu – „6 orð sem standa eftir“

Stjórnarskrárbrot Alþingis: Lögmaður sýnir svart á hvítu hversu miklu var breytt í frumvarpinu – „6 orð sem standa eftir“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Samfylkingin slaufaði Þórði – hvað gerir Sjálfstæðisflokkurinn við Jón Gunnarsson?

Orðið á götunni: Samfylkingin slaufaði Þórði – hvað gerir Sjálfstæðisflokkurinn við Jón Gunnarsson?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“