fbpx
Fimmtudagur 03.apríl 2025
Fréttir

Indland segir Kanada veita hryðjuverkamönnum skjól

Jakob Snævar Ólafsson
Föstudaginn 22. september 2023 15:00

Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada og Narendra Modi forsætisráðherra Indlands/Wikimedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Indversk stjórnvöld segja að hryðjuverkamönnum sé veitt öruggt skjól í Kanada og hefur sett á bann við vegabréfsáritunum til kanadískra ríkisborgara. Þau hafa gripið til þessara aðgerða eftir að kanadísk stjórnvöld sökuðu þau indversku um að standa á bak við morð á kanadískri grund en fórnarlambið barðist fyrir því að sérstakt ríki síkha yrði stofnað á Indlandi.

Talsmaður indverska utanríkisráðuneytisins sagði við fjölmiðla í gær að Kanada yrði að gæta að orðstír sínum á alþjóðavettvangi í auknum mæli. Það hafi aukist að horft sé til Kanada sem öruggs skjóls fyrir hryðjuverkamenn, öfgamenn og skipulagða glæpastarfsemi.

Þessi orð koma í kjölfar banns við vegabréfsáritunum kanadískra ríkisborgara til Indlands. Segjast indversk stjórnvöld hafa gripið til þessa ráðs vegna aukinna ógna gegn öryggi indverskra stjórnarerindreka í Kanada og aðgerðarleysis kanadískra sttjórnvalda vegna þessara ógna.

Upphaf þessara deilna landanna má rekja til þess að fyrr í þessari viku sakaði Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, indversk stjórnvöld um að standa mögulega á bak við morð sem framið var í borginni Surrey í júní síðastliðnum. Þá var Hardeep Singh Nijjar sem beitt hefur sér fyrir sérstöku ríki síkha á Indlandi skotinn til bana af tveimur grímuklæddum mönnum.

Indversk stjórnvöld segja slíkar fullyrðingar vera fáránlegar og ekki studdar neinum gögnum eða upplýsingum. Þau hafa lengi sakað kandadísk stjórnvöld um aðgerðaleysi gagnvart því sem þau segja vera öfgasinnaða aðskilnaðarhreyfingu síkha sem vilji stofna sérstakt ríki sem kalla eigi Khalistan og sé ætlað að ná meðal annars yfir landsvæði sem nú tilheyrir Punjab-ríki á Indlandi.

Niijar talaði opinberlega fyrir því að Khalistan yrði stofnað. Indland lítur á kröfur um stofnun Khalistan sem alvarlega ógn við þjóðaröryggi.

Margvísleg samtök sem beita sér fyrir því að Khalistan verði til eru á lista indverskra stjórnvalda yfir hryðjuverkasamtök. Hardeep Singh Nijjar var á lista yfir hryðjuverkamenn.

Mörg samtök síkha sem staðsett eru utan Indlands segja að hreyfingin sem beitir sér fyrir stofnun Khalistan hafi verið ranglega sökuð um hryðjuverkastarfsemi af indverskum stjórnvöldum. Samtökin segjast munu beita sér áfram með friðsamlegum hætti fyrir stofnun Khalistan á meðan ljósi verði varpað á það sem þau segja mannréttindabrot sem síkhar hafi orðið fyrir til margra ára á Indlandi.

Stjórnmálaskýrendur segja hins vegar að stuðningsmenn þess að Khalistan verði til séu áhrifalitlir og á jaðrinum í indversku samfélagi. Þessar hugmyndir njóta hins vegar nokkurs stuðnings meðal áhrifamikilla síkha sem búa erlendis, einkum í Kanada, Bretlandi og Ástralíu.

Um 770.000 síkhar búa í Kanada og morðið á Hardeep Singh Nijjar vakti mikinn óhug meðal margra þeirra. Enginn hefur verið handtekinn grunaður um morðið en kanadíska lögreglan hefur þrjá grunaða menn til rannsóknar og leitar að bifreið sem talið er að morðingjarnir hafi nýtt til að flýja af vettvangi.

Það var CNN sem greindi frá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Nauðgunardómur Vilhelms fer ekki fyrir Hæstarétt

Nauðgunardómur Vilhelms fer ekki fyrir Hæstarétt
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Stefán Einar svarar fyrir sig: „Fólk þarf ekki að mæta og það þarf ekki að hlusta”

Stefán Einar svarar fyrir sig: „Fólk þarf ekki að mæta og það þarf ekki að hlusta”
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Fá ekki greitt fyrir óunna yfirvinnu úr þrotabúi Skagans 3X

Fá ekki greitt fyrir óunna yfirvinnu úr þrotabúi Skagans 3X
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Pétur mælir ekki með að fólk kaupi allar raðirnar í Lottó – „Þá er hann í vondum málum“

Pétur mælir ekki með að fólk kaupi allar raðirnar í Lottó – „Þá er hann í vondum málum“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Páll telur að enn eigi mikið eftir að gerast

Páll telur að enn eigi mikið eftir að gerast
Fréttir
Í gær

Segir að Rússar séu reiðubúnir til að herða stríðsrekstur sinn

Segir að Rússar séu reiðubúnir til að herða stríðsrekstur sinn
Fréttir
Í gær

Bandarískir fjölmiðlar gefa ekki mikið fyrir Grænlandsferð Vance – „Fasteignaskoðun“

Bandarískir fjölmiðlar gefa ekki mikið fyrir Grænlandsferð Vance – „Fasteignaskoðun“