fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
433Sport

Mourinho gagnrýnir stjörnuleikmann sinn – „Það er erfitt að skilja afhverju hann er alltaf meiddur“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 22. september 2023 10:15

Jose Mourinho

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jose Mourinho, þjálfari ítalska liðsins Roma, er orðinn pirraður á stjörnuleikmanni sínum og samlanda Renato Sanches. Aðeins tíu vikur eru síðan Sanches skrifaði undir lánsamning hjá Roma en meiðsli hafa plagað hann síðan, alveg eins og hjá öðrum liðum sem hann hefur spilað fyrir.

Sanches, sem er 26 ára gamall, byrjaði leik Roma gegn FC Sheriff Tiraspol í gær en þurfti að haltra af velli á 28. mínútu leiksins. Roma vann að lokum leikinn 2-1 með sigurmarki frá Romelu Lukaku. Það sem af er leiktíðinni hefur Sanches aðeins náð að spila um 98 mínútur fyrir Roma en í opnunarleik tímabilsins gegn Salernitana þurfti hann að fara af velli vegna vöðvaverkja eftir 25 mínútna leik.

Hann missti síðan af leikjum gegn AC Milan og Verona vegna meiðsla en sneri aftur í byrjunarlið Roma í leik gegn Empoli á dögunum. Þar náði hann spila fyrri hálfleik leiksins en þurfti að víkja af velli vegna óþæginda í hálfleik.

Ljóst er að Mourinho er orðinn verulega pirraður á Sanches. Á blaðamannafundi eftir sigurleikinn í gær sagðist hann ekkert botna í stöðunni á samlanda sínum.

„Þeir [Sanches og Houssem Aouar sem einnig glímir við meiðsli] þurfa að spila. Þeir þurfa ryþma og ákefð. Renato er alltaf tæpur, það er erfitt að skilja þetta. Bayern skildi hann ekki, PSG skildi hann ekki og við erum að glíma við vandamálið,“ sagði Mourinho.

Roma situr í 12. sæti Seria A með aðeins 4 stig eftir fjóra leiki og ljóst er að Mourinho og aðdáendur liðsins eru  allt annað en áægður með þá byrjun.

 

Ferill Renato Sanches hefur ekki komist á flug útaf meiðslum
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Vestri staðfestir komu Ganverja

Vestri staðfestir komu Ganverja
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Strákarnir okkar í ansi erfiðum riðli í undankeppni HM – Svona lítur hann út

Strákarnir okkar í ansi erfiðum riðli í undankeppni HM – Svona lítur hann út
433Sport
Í gær

Sjáðu mark Alberts á Ítalíu í kvöld

Sjáðu mark Alberts á Ítalíu í kvöld
433Sport
Í gær

Sjáðu myndina: Sást í fyrsta sinn eftir að hann var rekinn fyrir röð hneyksla – Kókaín, vafasöm myndbönd og meint hagræðing

Sjáðu myndina: Sást í fyrsta sinn eftir að hann var rekinn fyrir röð hneyksla – Kókaín, vafasöm myndbönd og meint hagræðing