fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fókus

Berglind opnar vefmiðill fyrir konur – Nefndur eftir eyjunni þar sem hún giftist sjálfri sér

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 20. september 2023 16:47

Berglind Guðmundsdóttir Mynd: Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Berg­lind Guðmunds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræðing­ur og markþjálfi, hef­ur opnað vefmiðilinn Salina. Berg­lind frá því að Salina sé vefmiðill þar sem fjallað er um heilsu, lífsstíl, fjármál, fjölskyldu og margt fleira. 

„Hugmyndin um að skapa vettvang fyrir þessar konur og fleiri kom til mín fyrir nokkru og varð sífellt háværari, allt þar til ég ákvað að láta slag standa. Það gefur nefnilega lífi mínu lit að skapa eitthvað og tvöfaldur bónus ef aðrir njóta í leiðinni,“ segir Berglind í færslu á Facebook. 

Berglind segist undanfarin ár hafa orðið þess heiðurs aðnjótandi að kynnast ógrynni af öflugum konum sem eiga það sameiginlegt að láta, með einum eða öðrum hætti, gott af sér leiða. „Markmiðið með Salina er að gefa konum rödd og gefa þeim tækifæri til að fræða, efla og gleðja, með kærleikann að leiðarljósi.“

Berg­lind er vön skrifum því hún var um árabil einn vin­sæl­asti mat­ar­blogg­ari lands­ins og rak matarbloggið Gul­ur, ræður, grænn og salt. Það félag var tekið til gjaldþrotaskipta fyrr á þessu ári. 

Segir Berglind hugmyndin að nafninu tvíþætta. „Annars vegar langaði mig að vefsíðan væri með greinar sem væru góðar fyrir sálina og svo varð mér hugsað til eyjunnar Salina sem er friðsæl og fögur á Sikiley umkringd töfum. Eyjan þar sem ég giftist sjálfri mér. Mér fannst nafnið hæfa markmiði síðunnar. Því allt það fallegasta byrjar hjá okkur sjálfum. Þegar við vitum hver við erum og elskum það.“

Þakkar hún jafnframt þeim konum sem tóku vel í að skrifa greinar fyrir síðuna jafnvel þó hún hafi enn einungis verið hugmynd. Segist Berglind spennt fyrir nýja verkefninu og vonar að lesendur njóti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Matarbloggari kom upp um framhjáhald og hafði ekki hugmynd um það

Matarbloggari kom upp um framhjáhald og hafði ekki hugmynd um það
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“