fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Fréttir

Íbúar Grafarholts og Úlfarsárdals með mestu þátttökuna í hugmyndakosningu

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 20. september 2023 16:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hátt í 6000 Reykvíkingar hafa þegar kosið um hugmyndir íbúa á Hverfidmitt.is en kosningu lýkur á miðnætti 28. september.

Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg kemur fram að mesta þátttakan í kosningunni er í Grafarholti og Úlfarsárdal en þar hafa 6,3% íbúa kosið. Í öðru sæti eru íbúar í Laugardal með 6,2 % og fast á hæla þeirra fylgja íbúar Árbæjar og Norðlingaholts með 6%. Í síðustu kosningum trónuðu íbúar Kjalarness á toppnum en fast á hælta þeim komu Árbær og Norðlingaholt og svo Laugardalur.

Í súluritinu hér að ofan má sjá hlutfall íbúa sem hafa kosið í hverju hverfi.

Sjá einnig: Völundarhús í Laugardal, nálabox í Breiðholti og jólaljós í Vesturbæjarlaug hluti af því sem borgarbúar vilja

Hugmyndahöfundar slógu met síðastliðið haust við söfnun hugmynda og í öllum hverfum Reykjavíkur er að finna stórar, flottar og fjölbreyttar hugmyndir fyrir alla aldurshópa sem hægt er að kjósa um.

Oft eru örfá atkvæði sem ráða úrslitum um hvaða hugmyndir eru kosnar og því skiptir hvert atkvæði máli. Það er einfalt að kjósa og það er í lagi að kjósa oft. Hafið hugfast að það er samt síðast kosningin sem gildir. Borgarbúar eru hvattir til að kjósa á Hverfidmitt.is og auðkenna sig með rafrænum skilríkjum í lokin til að skila inn sínu atkvæði. Kosning er staðfest með Íslykli eða Rafrænum skilríkjum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

„Krafan um bann við laxeldi er krafa um að svipta fólki vinnunni, voninni og eignunum“

„Krafan um bann við laxeldi er krafa um að svipta fólki vinnunni, voninni og eignunum“
Fréttir
Í gær

Þessir tíu leikskólar hafa samþykkt að fara í verkfall 10. desember

Þessir tíu leikskólar hafa samþykkt að fara í verkfall 10. desember
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sýknaður að hluta eftir bílaeltingaleik í Kjós – Þótti ekki líklegur til stórræða á 19 ára gömlum bíl

Sýknaður að hluta eftir bílaeltingaleik í Kjós – Þótti ekki líklegur til stórræða á 19 ára gömlum bíl
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hrafnhildur Bridde fasteignasali ákærð fyrir fjárdrátt upp á yfir 115 milljónir króna

Hrafnhildur Bridde fasteignasali ákærð fyrir fjárdrátt upp á yfir 115 milljónir króna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hvar er Svanberg? – Telur elskhuga eiginkonu Geirfinns hafa lykilupplýsingar í málinu – Hefur farið huldu höfði í Þýskalandi

Hvar er Svanberg? – Telur elskhuga eiginkonu Geirfinns hafa lykilupplýsingar í málinu – Hefur farið huldu höfði í Þýskalandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögfræðingur segir lögregluna á Suðurnesjum hafa gert ólöglega húsleit á heimili hans – „Ég er reiður“

Lögfræðingur segir lögregluna á Suðurnesjum hafa gert ólöglega húsleit á heimili hans – „Ég er reiður“