„Ég býst við að þú sért 16 ára, þú mátt eiginlega ekki drekka áfengi ennþá, eða nota eiturlyf því það er ólöglegt,“ segir Russell Brand í samtali við 15 ára stúlku sem hringdi inn í þátt hans The Russell Brand Show til að leita að hugmyndum fyrir 16 ára afmælisveisluna sína.
„Þá mátt þú löglega eiga bólfélaga,“ heldur hann áfram á meðan sú sem hringdi inn hlær. „Ég held að þú ættir að hafa veisluna í þema sem tengist löglegu kynlífi.“
More questions emerge for the BBC as @C4Dispatches uncovers more inappropriate comments made on Russell Brand’s Radio 2 show pre Sachsgate.
In this clip from 2007, Brand suggests to a 15-year-old listener that she should have a sex themed 16th birthday party. #C4Dispatches pic.twitter.com/fQdPtoOpge
— Channel 4 Dispatches (@C4Dispatches) September 19, 2023
Samtalið átti sér stað árið 2007 þegar Brand var 32 ára og viðmælandinn eins og áður sagði 15 ára. Samtalið var endurbirt á X í gær, þriðjudag, af breska þættinum Channel 4 Dispatches, sem birti sameiginlega rannsókn með The Sunday Times og The Times á laugardag um ásakanir sem fjórar konur hafa lagt fram gegn Brand um nauðgun, kynferðisbrot og misnotkun.
Seinna í samtalinu leggur Brand til að stúlkan ætti að halda veislu með vampíruþema eða grímuball, sem hann segir að sé „á sinn hátt, erótískt, en á bældan, hentugan hátt fyrir 16 ára stúlku. ”
Í annarri klippu úr þætti frá sama ári, árið 2007, má heyra Brand grínast með að stunda kynlíf með konum óháð „aldri, kynþætti eða hvort þær séu vakandi eða ekki.
„Þetta er stefnan sem ég hef gagnvart konum,“ segir Brand í myndbandinu. „Halló, þarna er kona. Við skulum ekki velta okkur upp úr hlutum eins og aldri, kynþætti eða hvort þær séu vakandi eða ekki. Farðu bara þangað og gefðu þeim besta kynlífið sem þær hafa fengið.“
“That’s the policy I use for women… let’s not get bogged down in things like age, race or whether or not they’re awake…”@C4Dispatches uncovers more inappropriate comments made on Russell Brand’s Radio 2 show pre Sachsgate. #C4Dispatches pic.twitter.com/jdxRa2TSKx
— Channel 4 Dispatches (@C4Dispatches) September 19, 2023
Fimm konur hafa sakað Brand um nauðgun, kynferðisbrot og líkamlegt og andlegt ofbeldi. Fjallað var um fjórar þeirra sem kosið hafa nafnleynd í sameiginlegri umfjöllun The Sunday Times, The Times og Channel 4 Dispatches.
Fjölmiðlar greindu frá því, í grein sem The Times birti á laugardag og í þætti af Dispatches á laugardagskvöld, að ofangreind atvik hefðu átt sér stað á árunum 2006 til 2013 þegar Brand var kynnir BBC Radio 2 og Channel 4, og lék í kvikmyndum.
Ein kona sakar Brand um að hafa nauðgað sér upp við vegg á heimili sínu í Los Angeles árið 2012. Fyrrverandi samstarfskona sagði Brand hafa beitt hana kynferðislegu ofbeldi árið 2013. Ein kvennanna sagðist hafa verið 16 ára og enn í skóla þegar Brand, sem þá var 31 árs, réðst á hana í London árið 2006.
Brand vísaði ásökunum á bug í myndbandi sem deilt var á samfélagsmiðlum á föstudag og sagði ásakanirnar hræðilegar og árásargjarnar.
Sjá einnig: Russel Brand þverneitar alvarlegum ásökunum og segir um samsæri meginstraumsmiðla að ræða
Á mánudaginn greindi The Times frá því að fleiri konur hefðu haft samband við fjölmiðilinn eftir að umfjöllunin um Brand var birt. Í yfirlýsingu sem BBC sendi frá sér á mánudag kom fram að fjölmiðillinn væri að skoða þau mál sem umfjöllunin um meint brot Brand vísar til.
„Heimildarmyndin og tengdar skýrslur innihéldu alvarlegar ásakanir sem spanna nokkur ár. Russell Brand vann við útvarpsþætti BBC á árunum 2006 til 2008 og við erum nú þegar að skoða þau mál sem fram hafa komið.“
Á þriðjudag kom fram ný ásökun á hendur Brand um kynferðisbrot og er það mál í rannsókn hjá lögreglunni í London, en meint árás mun hafa átt sér stað í London árið 2003.
Sjá einnig: Sagðist hafa komist að sönnu eðli Russell Brand eftir að hann skildi við hana með sms
Nánar má lesa um ásakanirnar í umfjöllun Sunday Times.