fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Maggi lenti í fjársvikum Ástríðar og lýsir aðferðum hennar – „Ég vildi hitta hana svo mikið“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 20. september 2023 11:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Magnús Sigurbjörnsson, sem ávallt er kallaður Maggi gnúsari, er einn af þeim sem segir barnakennarann Ástríði Kristínu Bjarnadóttur hafa féflett sig. Þegar Ástríður reyndi að taka peningaplokkið upp á nýtt stig þá bakkaði Maggi út og lokaði á öll samskipti við hana.

Ástríður, sem ávallt kallar sig Ástu, sat í 12 vikur í gæsluvarðhaldi í sumar. Rannsókn á meintum fjársvikum hennar gagnvart 11 karlmönnum upp á um 25 milljónir króna er á lokametrunum og tekin verður ákvörðun um ákæru á næstunni. DV ræddi í gærkvöld við mann sem tapaði 5 milljónum króna á samskiptum sínum við Ástríði.

Sjá einnig: Ástríður setti sig í samband við hann eftir að eiginkona hans dó og nokkru síðar var hann orðinn fimm milljónum fátækari

Maggi komst í kynni við Ástríði í gegnum stefnumótaforritið Tinder árið 2020. Kynni þeirra þróðuðust hratt á þann veg sem Ástríður virðist vilja hafa kynni sín af karlmönnum í gegnum stefnumótaforrit og -vefi, en Maggi lokaði á samskipti við hana eftir rúmlega viku.

„Þetta fór eiginlega bara beint í það að hún bað mig um pening. Ég vildi hitta hana svo mikið og lagði inn á hana pening. Hún sagðist vera staurblönk og ekki eiga peninga fyrir bensíni. Sagði líka alltaf að hún myndi borga daginn eftir. Svo leið smá tími, hún var alltaf að biðja mig um meiri peninga og ég var alltaf að bíða eftir að fá peninginn sem ég lét hana fá til baka.“

Maggi segist hafa lagt um 80 þúsund krónur inn á Ástríði í fjórum millifærslum. Í eina skiptið sem þau hittust reyndi hún að færa svikin upp á annað stig:

„Ég sat í bílnum hennar á bensínstöð við Reykjavíkurveg. Þetta var mjög skrýtið. Hún var að spyrja mig um pening og ég sagðist ekki eiga neitt. Hún sagði að ég gæti lagt inn á hana í gegnum appið Veski hjá Arion banka. Hún sýndi mér hvernig ég ætti að fara að á símanum mínum. En ég bakkaði út úr þessu og fór. Ég vildi ekki vera að skuldsetja mig á þennan hátt.“

Alltaf í spilakössum

Maggi segir að Ástríður hafi sífellt sagt að hún ætti von á peningum frá föður sínum sem byggi í sveitinni, hún var alltaf á leiðinni þangað til að sækja peninga. „Ég bara lokaði á hana þegar ég sá að hún var ekki að fara að borga mér neitt til baka. Ég held að það hafi bara verið eftir rúmlega viku.“

Hann segist ekki hafa kært hana til lögreglu enda hafi hann skort sönnunargögn. „Hún talaði alltaf við mig í gegnum Snapchat og það eyðist alltaf jafnóðum.“

Maggi, sem er ljósmyndari og þekktur fyrir ljósmyndir sínar úr tónlistarheiminum á Íslandi, segist vera ánægður með fréttaflutning af málum Ástríðar og hann vill ekki að fleiri lendi í fjársvikum hennar. Hann segir að á þeim tíma sem hann var í sambandi við hana hafi hún stundað spilakassa mikið.

„Hún var mikið í spilakössunum í Ölhúsinu í Hafnarfirði. Bróðir minn fór mikið þangað og var oft var við hana þar eftir þetta sem gerðist á milli okkar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg
Fréttir
Í gær

Leita að einstaklingi í Tálknafirði sem hefur ekki náðst í um tíma

Leita að einstaklingi í Tálknafirði sem hefur ekki náðst í um tíma
Fréttir
Í gær

Læknar vara við því að vinsælar olíur geti verið að valda mikilli aukningu krabbameins í ungu fólki

Læknar vara við því að vinsælar olíur geti verið að valda mikilli aukningu krabbameins í ungu fólki
Fréttir
Í gær

Talaði Trump af sér?

Talaði Trump af sér?
Fréttir
Í gær

Pólski forsætisráðherrann segir að friðarviðræður hefjist hugsanlega í vetur

Pólski forsætisráðherrann segir að friðarviðræður hefjist hugsanlega í vetur