The Guardian skýrir frá þessu og segir að tekjur American Airlines á öðrum ársfjórðungi hafi verið 14,1 milljarður dollara. Á sama tíma voru tekjur United Airlines 14,2 milljarðar dollara og hagnaður félagsins þrefaldaðist. Alaska Airlines hafði 2,8 milljarða dollara í tekjur á sama tíma.
AFA-CWA er félag rúmlega 6.500 flugfreyja og flugþjóna hjá Alaska Airlines. Krefst félagið 40% launahækkunar fyrir félagsmenn og hefur hótað að boða til verkfalls síðar á árinu þegar stærstu ferðatímabilin skella á.
Síðasti kjarasamningur félagsins við Alaska Airlines var gerður 2014 en hann hefur verið framlengdur tvisvar.
Kiara O‘Bryant, flugfreyja hjá Alaska Airlines, sagði að samkvæmt núverandi samningi fái flugfreyjur og flugþjónar aðeins greitt frá þeim tíma sem dyrum flugvélanna er lokað þar til þær eru opnaðar eftir lendingu. Fái starfsfólkið ekki greitt fyrir þann tíma sem það eyðir með farþegum á jörðu niðri eða þegar það bíður eftir flugvélum. Komi fyrir að áhafnarmeðlimir bíði í tvær til fjórar klukkustundir án þess að fá greitt fyrir.
Flugfreyjur og flugþjónar hjá American Airlines samþykktu að heimila stéttarfélagi sínu að boða til verkfalls en 99.74% studdu tillöguna. Krefst starfsfólkið 35% launahækkunar.