fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
EyjanFastir pennar

Svarthöfði skrifar: Sigríður eða séra Sigríður Dögg

Svarthöfði
Þriðjudaginn 19. september 2023 15:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svarthöfði er hugsi yfir herferð Páls Vilhjálmssonar kennara og eins konar ástmagar Morgunblaðsins gegn Sigríði Dögg Auðunsdóttur, fréttamanni Ríkisútvarpsins og formanni Blaðamannafélags Íslands.

Hvað á það eiginlega að þýða að vera að hnýsast í prívatmál Sigríðar Daggar. Hún er jú formaður Blaðamannafélagsins og á sem slík að njóta friðhelgi, rétt eins og sendiherrar erlendra ríkja. Sem starfsmaður Ríkisútvarpsins nýtur hún einnig sömu reéttinda.

Svarthöfða er fullljóst að fjölmiðlafólk er ekki of vel haldið í launum og verður því að drýgja tekjurnar með því til dæmis að þéna á útleigu eigna, sérstaklega til ferðamanna. Vitaskuld á skatturinn ekki að vera að eltast við það. Þetta hljóta allir góðir menn að skilja.

Næst þegar Sigríður Dögg tekur fólk á beinið í Kastljósi verður til þess ætlast að viðmælendur fari nú ekki að bauna á hana vegna þessa. Aðgát skal höfð í nærveru sálar.

Ætla má að Páll Vilhjálmsson sé með gögn á bak við ávirðingar sínar. Morgunblaðið væri varla að hampa honum svona mikið nema vegna þess hve trúverðugur hann er, því ekki lýgur Morgunblaðið eins og alþjóð veit og hefur vitað í meira en heila öld.

Páll Vilhjálmsson er nánast orðinn ástmögur Morgunblaðsins, svo mikla trú virðist ritstjórnin á þeim bæ hafa á honum.

Páll hefur meira að segja rutt Hannesi Hólmsteini til hliðar úr þeim sessi, nú mánuð eftir mánuð. Slíkur maður gerir ekki mistök.

Staðreyndir málsins, hverjar sem þær eru, breyta hins vegar ekki því að það er argasti dónaskapur sem fer gegn öllu prótókolli að hjóla svona í sjálfan formann Blaðamannafélagsins sem þar að auki er fréttamaður á Ríkisútvarpinu. Er ekkert heilagt lengur?

Svarthöfða finnst samt gott og hughreystandi að heyra að Skatturinn skuli nota traust almannatengslafyrirtæki eins og það sem fjölskylda formanns BÍ stendur fyrir og svo tengist þetta allt inn í Ríkisútvarpið. Hagkvæmt.

Ríkisfjölmiðillinn sem þiggur átta milljarða af skattfé borgaranna á ári hverju gerir ekkert rangt og því er formaður Blaðamannafélags Íslands með hreinan skjöld (staðfest).

Svarthöfði minnir á að ekki má gleyma því að formaður Blaðamannafélagsins er nánast heilög manneskja sem nýtur friðhelgi eftirlitsaðila og á að fá sérmeðferð í skattkerfinu, auk þess að vera hafin yfir bjánalega gagnrýni almennings og fjölmiðla. Við á öðrum fjölmiðlum hljótum að krefjast þess að okkar manneskja sé meðhöndluð á viðeigandi hátt – eins og þjóðhöfðingi. Skatturinn og aðrir eftirlitskontórar eiga vitanlega ekkert með það að hnýsast í mál formannsins. Hvað þá einhverjir kennarar úti í bæ. Þetta skilur þó skatturinn!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Steinunn Ólína skrifar: Að trúa á hæpið er hæpið

Steinunn Ólína skrifar: Að trúa á hæpið er hæpið
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Lögmál um fylgisfall stjórnarflokka

Þorsteinn Pálsson skrifar: Lögmál um fylgisfall stjórnarflokka
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Svarthöfði skrifar: Hvað myndi fólk segja ef Kristrún væri karl og Dagur kona?

Svarthöfði skrifar: Hvað myndi fólk segja ef Kristrún væri karl og Dagur kona?
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Nótt hinna löngu hnífa

Óttar Guðmundsson skrifar: Nótt hinna löngu hnífa
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Steinunn Ólína skrifar og talar: Þetta er svo stórkostlega flott plan!

Steinunn Ólína skrifar og talar: Þetta er svo stórkostlega flott plan!
EyjanFastir pennar
18.10.2024

Steinunn Ólína skrifar og talar: Loftlausir hoppubelgir

Steinunn Ólína skrifar og talar: Loftlausir hoppubelgir
EyjanFastir pennar
17.10.2024

Þorsteinn Pálsson skrifar: Besta ákvörðunin

Þorsteinn Pálsson skrifar: Besta ákvörðunin
EyjanFastir pennar
11.10.2024

Steinunn Ólína skrifar (og talar í mynd): Sameinumst – hjálpum þeim

Steinunn Ólína skrifar (og talar í mynd): Sameinumst – hjálpum þeim
EyjanFastir pennar
10.10.2024

Þorsteinn Pálsson skrifar: Fyrstu framvirku stjórnarslitin

Þorsteinn Pálsson skrifar: Fyrstu framvirku stjórnarslitin