Fylkir 2 – 2 ÍBV
1-0 Elís Rafn Björnsson(‘8)
1-1 Tómas Bent Magnússon(’63)
1-2 Sverrir Páll Hjaltested(’74)
2-2 Þóroddur Víkingsson(’86)
Þóroddur Víkingsson var hetja Fylkis í dag sem fékk mikilvægt stig í Bestu deild karla.
Um var að ræða leik í neðri hluta Bestu deildarinnar en bæði þessi lið eru að reyna að forðast fall.
Fylkir komst yfir snemma leiks og hélt þeirri forystu lengi en á 63. mínútu jafnaði ÍBV.
Stuttu seinna virtist Sverrir Páll Hjaltested ætla að tryggja ÍBV sigur er hann skoraði á 75. mínútu.
Þóroddur átti svo eftir að jafna fyrir Fylki er fjórar mínútur voru eftir og tryggði dýrmætt stig.