fbpx
Laugardagur 19.apríl 2025
Fréttir

Íslendingur hvarf sporlaust í Dóminíska lýðveldinu – Farangur Magnúsar Kristins mögulega enn á flugvellinum í Santo Domingo

Björn Þorfinnsson
Sunnudaginn 17. september 2023 12:30

Magnús Kristinn skilaði sér ekki heim frá Santo Domingo síðastliðinn sunnudag og ekkert hefur til hans spurst

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ekkert hefur enn spurst til Magnúsar Kristins Magnússonar en greint var frá því í gær að hann hefði horfið sporlaust á Dóminíska lýðveldinu fyrir tæpri viku síðan. Hann átti að koma heim í flugi frá karabísku eyjunni síðasta sunnudag en mætti ekki í flugið og síðan hefur ekkert til hans spurst.

Systir Magnúsar, Rannveig Karlsdóttir, auglýsti eftir bróður sínum í gær og í samtali við DV segir hún að fjölmargir, sem hafi tengsl við landið, hafi boðist til að aðstoða og spyrjast fyrir ytra. „Fyrir það erum við fjölskyldan mjög þakklát,“ segir Rannveig.

Að auki nýtur fjölskylda Magnúsar aðstoðar utanríkisráðuneytisins og alþjóðadeild lögreglunnar en það er þó hópur æskuvina Magnúsar sem hefur verið fjölskyldunni stoð og stytta. „Þeir hafa lagt nótt við dag upp á síðkastið við að hringja, skrifa, reyna að reikna út ferðir og fleira. Það hefur verið okkur ómetanleg aðstoð,“ segir Rannveig.

Sjá einnig: Íslendingur horfinn sporlaust í Dóminíska lýðveldinu og systir hans biður um hjálp

Rannveig segir að tvær vísbendingar hafi komið upp úr krafsinu undanfarin sólarhring sem verið sé að kanna nánar. Annars vegar hafi borist fregnir af því að farangur Magnúsar sé mögulega enn á flugvellinum í dóminísku höfuðborginni og þá hafi hugsanlega verið hreyfing á einum samfélagsmiðla hans þann 12. september síðastliðinn, tveimur dögum eftir áætlaða heimferð til Íslands.

„Þetta er þó enn með öllu óstaðfest,“ segir Rannveig.

Magnús er fæddur árið 1987, um það bil 1,85 sm á hæð, grann- og íþróttamannslega vaxinn. Hann er með gráblá augu, dökkhærður, mjög snöggklipptur og með dökka skeggrót. Þeir sem gætu haft upplýsingar um ferðir Magnús­ar eða afdrif Magnúsar, geta haft sam­band við lög­regl­una á höfuðborg­ar­svæðinu í síma 444-1000 eða við Rannveigu í síma 660-4313.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

ÍR beið ósigur gegn Reykjavíkurborg

ÍR beið ósigur gegn Reykjavíkurborg
Fréttir
Í gær

Ökuníðingur dreginn fyrir dóm eftir skrautlega eftirför

Ökuníðingur dreginn fyrir dóm eftir skrautlega eftirför
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona föst inni á salerni

Kona föst inni á salerni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maður á sjötugsaldri sparkaði í andlit lögreglumanns

Maður á sjötugsaldri sparkaði í andlit lögreglumanns
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fluttu tæplega þúsund töflur af stórhættulegu efni til landsins

Fluttu tæplega þúsund töflur af stórhættulegu efni til landsins
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Aukin viðskipti ESB og Kína – „Vestrið eins og við þekktum það er ekki lengur til,“ segir von der Leyen

Aukin viðskipti ESB og Kína – „Vestrið eins og við þekktum það er ekki lengur til,“ segir von der Leyen
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allt virðist í skrúfunni hjá Faxaflóahöfnum – „Ólaf­ur ásak­ar mig um að vera hryðju­verkamaður“

Allt virðist í skrúfunni hjá Faxaflóahöfnum – „Ólaf­ur ásak­ar mig um að vera hryðju­verkamaður“