fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fókus

Brúðkaup Bigga og Sísíar verður í Vilnius – „Eins og allar fallegar íslenskar ástarsögur þá hófst þetta á bar“

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 15. september 2023 18:00

Biggi og Sísí Mynd: Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við erum bara Biggi og Sísí, frekar venjulegt par með stóra og dásamlega samsetta fjölskyldu og rétt eins og flestir með allskonar vonir og drauma um framtíðina,“ segir Sísí Ingólfsdóttir listakona um samband hennar og Birgis Arnar Guðjónssonar lögreglumanns í samtali við Vísi.

Parið opinberaði samband á samfélagsmiðlum í upphafi árs, samanlagt eiga þau sjö börn, Sísi á fjögur frá fyrra sambandi og stjúpdóttur og Biggi á tvö frá fyrra sambandi.  Biggi bað Sísíar 17. júní og hafa þau boðið sínum nánustu til brúðkaups næsta sumar í Vilnius í Litháen, en parið var þar fyrr í mánuðinum þar sem Biggi hélt erindi á ráðstefnu um geðheilsu lögreglumanna. 

Sjá einnig: Biggi lögga og Sísí Ingólfs nýjasta ofurpar Íslands

Sjá einnig: „Á þeim um 20 árum sem ég hef starfað sem lögreglumaður hef ég misst allt of marga félaga vegna sjálfsvíga“

Nýlega setti Sísí íbúð sína á Snorrabraut á sölu, en Biggi var þegar búinn að selja sína íbúð í Hafnarfirði. Soffía Dögg Garðarsdóttir tók íbúð Bigga í gegn í þætti sínum Skreytum hús árið 2021. Nýtt heimili fjölskyldunnar barnmörgu verður á Laugateig í Reykjavík. 

Sjá einnig: Sísí selur á Snorrabraut – Nýr kafli framundan með Bigga löggu

Biggi er í fullu starfi sem lögreglumaður hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, en Sísí segir unnustann kominn í ólaunaða aukavinnu hjá henni og segir hann aðstoða miikið á vinnustofunni, skutlar sér, sækja listaverk og sjá um yngstu börnin. Að hennar mati er mikilvægasta starf hans að vera liðveisla fyrir verðandi eiginkonu í ljósi þess hversu utan við sig hún á það til að vera. 

„Eins og allar fallegar íslenskar ástarsögur þá hófst þetta á bar. Reyndar fyrir utan barinn, áður en þangað var gengið inn. Það var vetur og kalt úti, pása á heimastraffi blessaðra Covid útivistareglna árið 2021. Eftir erfiða tíma römbuðum við þarna hvort á annað, hinn partinn af okkur sjálfum,“ segir Sísí aðspurð um hvar þau kynntust fyrst. 

Aðspurð um fyrstu gjöfina sem Sísí gaf Bigga segir hún: „Fyrsta gjöf mín til hans var prentverk eftir mig sjálfa með orðunum: Afsakið að ég var aftur með hausverk. Ástæða þeirrar gjafar var persónulegt grín eftir að ég endaði inn á bráðamóttöku einn daginn.“

„Að báðum aðilum finnist þeir hafa unnið í paralottóinu. Að vilja hvort öðru allt það besta og sýna hvort öðru ómældan stuðning, vera stærsti aðdáandi maka síns og klappstýra, leyfa hvort öðru að blómstra og verða bæði besta mögulega útgáfan af sjálfum sér, með hjálp makans. Og auðvitað elskast, unnast, blómgast og margfaldast,“ segir Sísí beðin um að skilgreina hvað ást er.

Viðtalið má lesa í heild sinni á Vísi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Mynd af hjónunum á veitingastað vekur athygli: Sorglegur sannleikur sem flest pör þekkja

Mynd af hjónunum á veitingastað vekur athygli: Sorglegur sannleikur sem flest pör þekkja
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sniglasúpan tryggði Einari Leif Gaddakylfuna

Sniglasúpan tryggði Einari Leif Gaddakylfuna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Valin nettustu heyrnartólin fyrir heimavinnu 2024

Valin nettustu heyrnartólin fyrir heimavinnu 2024