fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Íbúar í Mosfellsbæ í stórhættu vegna golfboltaregns – „Ég myndi halda að þetta séu svona 10 til 20 boltar á dag“

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 15. september 2023 11:26

Töluvert mikill kraftur sé í golfboltunum og gæti manneskja hæglega höfuðkúpubrotnað verði hún fyrir boltanum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á hverjum degi rignir golfboltum í tugatali yfir íbúðahverfi í Mosfellsbæ. Íbúi segir mildi að enginn manneskja hafi stórslasast af þessum völdum en íbúar hafa þurft að sitja uppi með tjón á húsum sínum og bílum. Bæjarstjóri segist vera í samtali við Golfklúbb Mosfellsbæjar um lausnir.

„Ég myndi halda að þetta séu svona 10 til 20 boltar á dag,“ segir Hákon Hákonarson, íbúi við Súluhöfða í Mosfellsbæ. Hann og fleiri íbúar við götuna hafa tekið sig saman og sent erindi til bæjarins um að finna lausnir til að stöðva golfboltaregnið.

„Það er hægt að laga bíla hver sem borgar það. Aðalmálið er ef þetta myndi lenda á manneskju. Það er fullt af börnum hérna,“ segir Hákon. „En það hafa orðið beyglur á álklæðningum, brotnar flísar og nokkrir bílar hafa fengið í sig bolta og skemmst.“

Töluvert mikill kraftur sé í golfboltunum og gæti manneskja hæglega höfuðkúpubrotnað verði hún fyrir boltanum.

 

Íbúum var lofað lausn

Íbúarnir búa við botnlanga í hverfi sem var skipulagt árið 1999. Fyrir var þar gamli golfskáli Golfklúbbs Mosfellsbæjar og æfingasvæði. Þegar lóðunum var úthlutað benti stjórn golfklúbbsins bænum á það að það þyrfti að gera miklar breytingar á vellinum. Bærinn hafði lofað íbúum að kaupverðið fyrir lóðirnar myndi fara í að ganga frá þessu máli.

Golfklúbbur Mosfellsbæjar vill snúa eldri hluta vallarins.

Hugmynd klúbbsins var að snúa þessum eldri hluta vallarins en til þess þarf klúbburinn landrými og fjármagn frá bænum.

Eins og staðan er í dag liggur fjórða braut vallarins nálægt Súluhöfðanum. Brautin er í svokölluðum „dog-leg“. Það er að hún beygir til hægri. Tilhneiging golfspilara er að að reyna að stytta sér leið og þá getur komið fyrir að þeir „slæsi“ boltann óvart í átt að Súluhöfða. Flís hefur brotnað í húsi sem er um 150 eða 170 metra fjarlægð frá teignum.

 

Klúbburinn og tryggingar bæta ekki

Hákon bendir á aðra mikla hættu. Það er að á milli hverfisins og golfbrautarinnar er göngustígur. „Það er göngustígur hérna á milli sem er mjög mikið notaður,“ segir hann. Þar sem þessi göngustígur sé nær vellinum sé enn þá meiri hætta fyrir þá sem nota hann en fyrir íbúa hverfisins.

Golfklúbbur Mosfellsbæjar tekur ekki ábyrgð á því tjóni sem hlýst af þessum slysum. Á brautinni er skilti þar sem ábyrgðinni er lýst á hendur þeim kylfingi sem veldur tjóninu.

Reynslan er hins vegar ekki sú að kylfingar komi samviskulega og bæti íbúum tjón sitt. Þá bæta tryggingarnar þetta heldur ekki þar sem kylfingarnir eru að spila golf á þar til gerðu svæði.

Hafa því íbúar við Súluhöfða mátt sitja uppi með tjón sitt til þessa.

 

Lausn fundin fyrir vorið

Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri Mosfellsbæjar, segir að bærinn sé meðvitaður um vandamálið og verið sé að vinna í lausn á málinu.

Regína Ásvaldsdóttir segir að stefnt sé að lausn fyrir vorið.

„Við erum í mjög virku samtali við golfklúbbinn um mögulegar lausnir,“ segir Regína. „Við gerum okkur grein fyrir því að þetta veldur íbúunum óþægindum og vonumst til að vera komin með niðurstöðu í þetta mál áður en golfvertíðin hefst að vori.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Kringlan komin á fulla ferð á ný

Kringlan komin á fulla ferð á ný
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007
Fréttir
Í gær

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“
Fréttir
Í gær

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“
Fréttir
Í gær

„Háir stýrivextir eru nefnilega bara mjög fín kjarabót fyrir þau sem eiga peninga“

„Háir stýrivextir eru nefnilega bara mjög fín kjarabót fyrir þau sem eiga peninga“
Fréttir
Í gær

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“