fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Þingmenn úr Sjálfstæðisflokki, Flokki fólksins og Vinstri grænum vilja kristinfræðikennslu

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 14. september 2023 14:00

Þingmennirnir sex koma úr Sjálfstæðisflokki, Flokki fólksins og Vinstri grænum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sex þingmenn Sjálfstæðisflokksins, Vinstri grænna og Flokks fólksins hafa lagt fram frumvarp um að kristinfræði verði aftur tekin upp í grunnskólum landsins. Að trúarbragðafræði verði ekki lögð niður en að kristinfræði verði bætti við og sett skör framar.

Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins er Birgir Þórarinsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. En eins og flestir vita er Birgir mjög trúaður maður og reisti kirkju á landareign sinni í Vogum.

Að baki honum standa flokksbræður hans Ásmundur Friðriksson, Vilhjálmur Árnason og Jón Gunnarsson, fyrrverandi ráðherra. Athygli vekur að Bjarni Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, og Jakob Frímann Magnússon, þingmaður Flokks fólksins, eru einnig meðflutningsmenn.

Í frumvarpinu segir að í stað orðsins „trúarbragðafræði“ í annarri málsgrein 25. grein laga um grunnskóla eigi að koma „kristinfræði og trúarbragðafræði.“

Í greinargerð segir að með frumvarpinu eigi að auka veg kristinfræðikennslu í grunnskólum landsins og færa hana til fyrra horfs, eins og hún var fyrir gildistöku grunnskólalaganna árið 2008.

Áherslan helgist af menningu Íslendinga og tengslum við sögu kristinnar trúar í landinu.

„Eðlilegt hlýtur að teljast að fjallað sé ítarlega um þau trúarbrögð sem ríkjandi eru í samfélaginu og þekking á kristni og Biblíunni er forsenda skilnings á vestrænni menningu og samfélagi,“ segir í greinargerðinni. „Þekking á eigin trú er forsenda til skilnings á trú annarra og leið til umburðarlyndis. Skólanum er ætlað að miðla grundvallargildum þjóðfélagsins, sem hér á landi eru byggð á kristnum rótum.“

 

Kærleikur og siðferði lærist úr Biblíunni

Segir að nám í kristinfræði sé mikilvægt til skilnings á hugtökum eins og kærleik, umhyggju og umburðarlyndi. Áhersla verði lögð á að nemendur læri að þekkja samkennd og siðferði sem birtist í guðspjöllunum og að nemendur öðlist þjálfun í siðferði með því að þekkja biblíusögurnar og merkingu þeirra.

Hlutfallið í faginu skuli vera 50 prósent kristinfræðikennsla og 50 prósent trúarbragðafræðikennsla. Þá skuli hækka tímafjölda samfélagsfræðigreina í skólunum, en þeir telja í dag 11,46 prósent.

„Flutningsmenn leggja til að áhersla á kristinfræði verði aukin innan trúarbragðafræðinnar. Hér á landi fer innflytjendum sem koma frá ólíkum menningarheimum fjölgandi og eykur það kröfur um umburðarlyndi og gagnkvæma virðingu,“ segir í greinargerðinni.

 

Skylda að kenna um trúnna

Með vaxandi fjölgun íslenskra ríkisborgara sem eru af erlendu bergi brotnir aukist nauðsyn þess að brjóta niður múra á milli menningarheilda og trúarhópa og auka þar með umburðarlyndi. Slíkt sé best gert með sérstakri fræðslu um ríkjandi trú landsins, kristni, og almennri fræðslu um trúarbrögð heimsins.

„Til að slík fræðsla verði að gagni og nái að stuðla að alhliða þroska nemenda og virkri þátttöku þeirra í lýðræðisþjóðfélagi þarf hún að ná til allra,“ segir í greinargerðinni.

Það sé skylda foreldra og samfélags að kynna trúna fyrir börnum. Annars sé verið að velja fyrir þau. Sá sem ekki kynnist trúnni geti ekki hafnað henni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Pútín-skandall í Moskvu – Tík!

Pútín-skandall í Moskvu – Tík!
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Virknin í gosinu stöðug – Hraunið á bílastæði Bláa Lónsins enn á hreyfingu

Virknin í gosinu stöðug – Hraunið á bílastæði Bláa Lónsins enn á hreyfingu
Fréttir
Í gær

Fyrstu myndir af gosinu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar

Fyrstu myndir af gosinu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar
Fréttir
Í gær

Rýmingu lokið í Bláa lóninu

Rýmingu lokið í Bláa lóninu