fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Íslenskt fyrirtæki sektað fyrir að fullyrða að efni sem finnst í kannabis lini verki og bæti svefn

Jakob Snævar Ólafsson
Miðvikudaginn 13. september 2023 20:30

Cannabis sativa, betur þekkt undir heitinu hampur/Wikimedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Neytendastofa birti í gær ákvörðun sína um að sekta fyrirtækið Adotta CBD Reykjavík ehf. vegna fullyrðinga félagsins um lyfjavirkni snyrtivara sem innihalda efnið CBD og eru seldar undir vörumerkinu „CBD RVK“. Segir í ákvörðun Neytendasstofu að málið hafi lotið bæði að fullyrðingum um lyfjavirkni snyrtivara, á verki og svefnerfiðleika, sem auglýstar voru á útvarpsmiðlum RÚV sem og fullyrðingum er birtust á vefsíðu félagsins, cbdrvk.is.

CBD er ensk skammstöfun yfir efnið kannabidíól en það finnst í kannabis-plöntunni nánar til tekið í hampi sem er eitt afbrigða hennar. Á vefsíðu læknadeildar Harvard-háskóla segir að CBD komi þeim sem neyti efnisins ekki í vímu og ekkert bendi til að efnið sé ávanabindandi. Þegar kemur að virkni CBD gegn ýmsum kvillum segir læknadeildin meðal annars að rannsóknir á bæði mönnum og dýrum gefi til að kynna að CBD geti mögulega nýst við svefnvandamálum og krónískum verkjum. Það er þó tekið fram að frekari rannsókna á mönnum sé þörf til að komast að niðurstöðu um hvort að CBD hafi einhver veruleg áhrif til batnaðar á króníska verki.

Í ákvörðun Neytendastofu um sekt á hendur Adotta CBD Reykjavík segir meðal annars að snyrtivörur sem fyrirtækið seldi og innihéldu CBD hefðu verið auglýstar með eftirfarandi fullyrðingum í útvarpsauglýsingum á Rás 2 dagana 6., 7. og 8. febrúar 2023:

„Segðu bless við verkina – CBD Reykjavík“ og „Betri svefn og verkjalaus – CBD Reykjavík“

Segir í ákvörðuninni að Neytendastofa hafi leitað svara hjá fyrirtækinu þar sem hún taldi auglýsingarnar ekki samræmast lögum um viðskiptahætti.

Neytendastofa vakti enn fremur athygli fyrirtækisins á því að óheimilt væri að auglýsa lyf sem ekki hafi hlotið markaðsleyfi eða leyfi til samhliða innflutnings hér á landi.

Stofnunin hafi enn fremur óskað eftir skýringum og athugasemdum fyrirtækisins ásamt því að farið var fram á að félagið færði sönnur á fullyrðingarnar.

Sögðust ekki hafa fullyrt neitt

Í svari Adotta CBD Reykjavík var því mótmælt að um fullyrðingar væri að ræða. Vísaði fyrirtækið í skilgreiningu í orðabók Árnastofnunar á orðinu fullyrðing og sagði að auglýsingar fyrirtækisins féllu ekki undir þá skilgreiningu.

Í ákvörðun Neytendastofu segir enn fremur að Adotta CBD Reykjavík hafi svarað því til að í umræddum setningum hafi engu verið slegið á föstu, engu lofað og ekki gert neitt það sem geti dregið upp ranga mynd af eðli eða virkni vörunnar sem um réði. Engin afdráttarlaus staðhæfing komi þar fram, hvað þá að hún væri skýr og ákveðin og án undanbragða, í samræmi við það hvernig hugtakið fullyrðing sé skilgreint. Þá væri ekki veittarrangar eða villandi upplýsingar um þann ávinning sem að neytendur hafi af vörunni.

Þótt Adotta CBD Reykjavík hafi sagst ekki hafa fullyrt neitt segir Neytendastofa að fyrirtækið hafi vísað í svari sínu til greina, rannsókna og reynslusagna sem bendi til að umræddar vörur gögnuðust vel við verkjum og svefnvandamálum.

Sögðu víst um fullyrðingar að ræða

Neytendastofa svaraði fyrirtækinu og vísaði því á bug að ekki hefði verið fullyrðingar að ræða.

Vísaði stofnunin í þessu svari sínu í eftirfarandi fullyrðingar fyrirtækisins um vörurnar á vefsíðu þess:

„CBD virkar á taugakerfi líkamans, hjálpar líkamanum að halda taugakerfinu í
jafnvægi.“

Óskaði stofnunin eftir skýringum og sönnunum á þessum fullyrðingum.

Segir í ákvörðuninni að Adotta CBD Reykjavík hafi í þetta sinn svarað því til að það væri varkárt í allri markaðssetningu og auglýsingum. Það hafi auglýst vörur sínar í góðri trú um virkni þeirra.

Þegar kæmi að áhrifum CBD á taugakerfi líkamans hafi á vefsíðu fyrirtækisins einfaldlega verið sett fram svör við spurningum sem það hafi fengið oft. Farið hafi verið mjög pent í það og gengið skemra en hafi sést annars staðar. Þessi setning hafi á endanum verið tekin út. Sagðist félagið einnig ætla að hætta að nota útvarpsauglýsingarnar væri niðurstaða Neytendastofu sú að orðalag í þeim væri ekki í lagi.

Í ákvörðun sinni vísaði Neytendastofu meðal annars í ákvæði laga um að fyrirtæki skuli geta fært sönnur á fullyrðingar sem fram komi í auglýsingum þeirra og einnig ákvæði um villandi viðskiptahætti. Adotta CBD Reykjavík hefði viðhaft fullyrðingar um heilsufarslega virkni þeirra vara sem það auglýsti.

Snyrtivörur hafi verið markaðsettar eins og lyf

Telur Neytendastofa ljóst að strangar sönnunarkröfur gildi um fullyrðingar sem eiga við um áhrif ákveðins efnis á heilsu manna og mikilvægt sé að heimildir þær sem viðkomandi seljandi vísi til séu afdráttarlausar og áreiðanlegar um raunveruleg áhrif efnisins á heilsu þeirra. Þá telur stofnunin ekki hægt að líta framhjá því að hér landi sé óheimilt að auglýsa lyfjavirkni snyrtivara sem ekki hafa verið skráðar sem lyf. Komst stofnunin að þeirri niðurstöðu að umræddar snyrtivörur sem fyrirtækið auglýsti hefðu verið markaðsettar á grunni eiginleika sem eigi ekki við um snyrtivörur.

Með hliðsjón af þessu öllu er það niðurstaða Neytendastofu að þær fullyrðingar sem um ræðir, bæði í útvarpsauglýsingum sem og á vefsíðu Adotta CBD Reykjavík ehf, veiti rangar upplýsingar um helstu einkenni þeirra vara sem fyrirtækið býður til sölu.

Brot fyrirtæksins er talið alvarlegt og stríða gegn góðum viðskiptaháttum. Að teknu tilliti til þessa, umfangs brotsins, jafnræðis- og meðalhófsreglu stjórnsýslulaga og þess að fyrirtækið fjarlægði hina umdeildu fullyrðingu af vefsíðu sinni og hugðist stöðva útvörpun hinna umdeildu auglýsinga komst Neytendastofa að þeirri niðurstöðu að hæfilegt væri að leggja á Adotta CBD Reykjavík ehf. stjórnvaldssekt að fjárhæð 100.000 krónur.

 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund
Fréttir
Í gær

Ákærð fyrir stórfellda líkamsárás á starfsmann Vinakots

Ákærð fyrir stórfellda líkamsárás á starfsmann Vinakots
Fréttir
Í gær

Salka Sól sendir borgarstjóra væna pillu – „Þú situr bara víst við þetta samningsborð Einar!“

Salka Sól sendir borgarstjóra væna pillu – „Þú situr bara víst við þetta samningsborð Einar!“
Fréttir
Í gær

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“
Fréttir
Í gær

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt