fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Formaður Blaðamannafélags Íslands svarar fyrir ásakanir um skattalagabrot- „Við höfum enga sérmeðferð fengið“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 11. september 2023 19:03

Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands Mynd: Aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég lét Mbl.is vita af þessari rangfærslu en fréttin hefur ekki enn verið leiðrétt,“ segir Sigríður Dögg Auðunsdóttir formaður Blaðamannafélags Íslands og fréttamaður á RÚV um frétt sem birtist á Mbl.is fyrr í dag.

Í fréttinni sem ber fyrirsögnina „Félag Sigríðar Daggar jók tekjur sínar í fyrra„ segir að félagið Miðlar ehf. hafi hagnast um 2,6 milljónir í fyrra, samanborið við um 1,9 millj­ón­um króna árið áður. Tekj­ur fé­lags­ins í fyrra hafi verið um 12,2 millj­ón­ir króna, sam­an­borið við 7,1 millj­ón króna árið áður.

„Þetta er ekki rétt. Félagið er ekki í minni eigu. Ég er stjórnarmaður en þetta er félag eiginmanns míns. Hann á það einn og er með sinn persónulega rekstur í því. Ég lét Mbl.is vita af þessari rangfærslu en fréttin hefur ekki enn verið leiðrétt. Þó geta allir sannreynt þetta með því að fletta félaginu upp í fyrirtækjaskrá,“ segir Sigríður Dögg.

Miðlar ehf. flett upp í fyrirtækjaskrá má sjá að Sigríður Dögg er skráður stjórnarmaður, en eigandi er skráður eiginmaður hennar, Valdimar Breiðfjörð Birgisson, sem 100% eigandi.

 

Sigríður Dögg heldur áfram og vísar til skrifa Páls Vilhjálmssonar bloggara frá í sumar þar sem hann sagði Sigríði Dögg seka um brot á skattalögum með því að hafa ekki talið fram tekjur af útleigu Airbnb íbúða til erlendra ferðamanna. Sagði Páll Sigríði Dögg hafa fengið sérferð hjá skattayfirvöldum þar sem henni hafi verið gert mögulegt að greiða skuldina með álagi í gegnum einkahlutafélag sitt. 

„Fyrr í sumar reyndi þekktur Moggabloggari, sem hefur verið fundinn sekur fyrir dómi fyrir rangfærslur og ærumeiðingar og hefur haft uppi ítrekaðar samsæriskenningar um blaðamenn, að koma sögum af stað um að ég hefði gert sátt við skattayfirvöld vegna útleigu á Airbnb. Þetta er einnig rangt,“ segir Sigríður Dögg. 

„Við hjónin fengum endurálagningu opinberra gjalda vegna útleigutekna fyrir nokkrum árum og greiddum þá skatta. Við höfum enga sérmeðferð fengið hjá skattayfirvöldum ólíkt því sem viðkomandi hefur haldið fram. Það eru fimm ár liðin síðan við leigðum íbúð okkar síðast út í skammtímaleigu. Þá vil ég taka fram að ég hef engar aðrar tekjur en þær sem ég fæ sem fréttamaður á RÚV og formaður Blaðamannafélags Íslands.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Hraunið fer brátt að renna inn á bílastæði Bláa lónsins – Sjáðu myndina

Hraunið fer brátt að renna inn á bílastæði Bláa lónsins – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“