Jón Baldursson er fallinn frá en hann lést aðfaranótt laugardagsins 9. september. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Bridgesambandi Íslands.
Jón var að mörgum talinn besti bridgespilari Íslands fyrr og síðar en hann var einn af burðarásum landsliðs Íslands sem vann Bermuda Bowl, heimsmeistarakeppni landsliða, árið 1991 í Yokohoma í Japan en alls keppti Jón meira en sex hundruð landsleiki fyrir Íslands hönd.
Auk þess varð hann sextán sinnum Íslandsmeistari í sveitakeppni í bride og sex sinnum Íslandsmeistari í tvímenningskeppni. Þá var hann Norðurlandameistari 1988, 1994, 2013, 2015 og 2019 auk fjölmargra annarra titla hér heima og erlendis.
Þá var Jón valinn í heiðurshöll Evrópska Bridgesambandsins.