fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fréttir

Grunnskólakennari og knattspyrnuþjálfari ákærður fyrir ofbeldi gegn barni

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 10. september 2023 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður á fimmtugsaldri sem héraðssaksóknari hefur ákært fyrir ofbeldi gegn barni hefur undanfarin ár starfað sem grunnskólakennari hjá Hraunvallaskóla í Hafnarfirði og við þjálfun yngri flokka drengja í knattspyrnu hjá Fjölni í Grafarvogi.

Ákæra var gefin út gegn manninum í desember síðastliðnum vegna atviks sem átti sér stað á heimili mannsins í desember árið 2019. Maðurinn er sakaður um að hafa beitt 11 ára dreng sem var í heimsókn hjá barni hans ofbeldi, farið með drenginn inn í hjónaberbergi, bundið hann niður í rúm og kitlað hann. Í ákæru héraðssaksóknara er þessu lýst svo:

„…fyrir brot gegn barnaverndarlögum, með því að hafa í desember 2019, á heimili sínu að […], sýnt drengnum A, fæddur […], yfirgang og vanvirðandi og ruddalega háttsemi, er hann hljóp á eftir honum inn í svefnherbergi, læsti hurðinni, og gegn vilja hans snéri hann niður í hjónarúm herbergisins og þar bundið hann á höndum og fótum, fyrir aftan bak, sest klofvega yfir hann, þar sem hann lá á maganum og kitlað hann, þrátt fyrir að drengurinn bæði hann margsinnis um að hætta, en ákærði lét ekki af háttsemi sinni fyrr en drengurinn náði að snúa sér við og hrækja í andlit ákærða.“

Samkvæmt heimildum DV tilkynntu foreldrar drengsins atvikið til barnaverndar. Þrátt fyrir afskipti barnaverndar af málinu hélt maðurinn starfi sínu við Hraunvallaskóla, þar sem hann starfar sem íþrótta- og sundkennari. Óstaðfestar heimildir DV herma hins vegar að maðurinn hafi verið settur í leyfi vegna málsins í mars eða apríl á þessu ári.

Skólastjóri Hraunvallaskóla, Lars Jóhann Imsland, svaraði fyrirspurn DV um málið með almennum hætti, en af svarinu má ráða að maðurinn hafi verið settur í leyfi:

„Ég get ekki tjáð mig um mál einstakra starfsmanna. Verklag Hafnarfjarðarbæjar í málum líkt og þessu, sem þú vísar til, er að starfsmenn fara í leyfi þangað til niðurstaða fæst fyrir dómstólum.“

Þjálfari yngri flokka hjá Fjölni

Á heimasíðu Fjölnis er að finna nafn mannsins í upptalningu þjálfara yngri flokka knattspyrnudeildar. Forsvarsmenn Fjölnis tóku fyrirspurn DV um málið vel en gátu ekki svarað í fyrstu hvort maðurinn væri við störf hjá félaginu. Þau svör bárust síðan undir helgi að gripið hefði verið til ráðstafana vegna málsins. Nafn mannsins er þó enn að finna í upplýsingum um þjálfara hjá félaginu á heimasíðu Fjölnis.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus
Fréttir
Í gær

Sigurði Árna lögreglumanni ekki gerð refsing fyrir ofbeldi gegn fanga – „Við verðum skelkaðir í aðstæðum og gerum mistök“

Sigurði Árna lögreglumanni ekki gerð refsing fyrir ofbeldi gegn fanga – „Við verðum skelkaðir í aðstæðum og gerum mistök“
Fréttir
Í gær

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar
Fréttir
Í gær

Sparnaðurinn reyndist öryrkja dýrkeyptur

Sparnaðurinn reyndist öryrkja dýrkeyptur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nafntogaðir einstaklingar rökræða neikvæðan dóm um tónleika Bríetar – „Það getur ekki alltaf allt verið gott“

Nafntogaðir einstaklingar rökræða neikvæðan dóm um tónleika Bríetar – „Það getur ekki alltaf allt verið gott“