fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Egill og Stefán um Perluna – „Aldrei fundist neinn tilgangur með byggingunni“

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 8. september 2023 11:30

Bent er á að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem hugmyndir eru uppi um að selja Perluna.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nokkur umræða hefur skapast á samfélagsmiðlum um Perluna eftir að borgarstjórn ákvað að setja hana á sölu. Sitt sýnist hverjum um þessa sérstöku byggingu og ágæti hennar.

„Perlan hefur alltaf goldið þess að vera innihaldslaust hús,“ segir Egill Helgason fjölmiðlamaður á samfélagsmiðlum. „Hún er ljómandi falleg tilsýndar en það voru gömlu hitaveitutankarnir líka. En vandinn er að það hefur aldrei fundist neinn tilgangur með byggingunni.“

Egill nefnir að í Perlunni sé þokkalegur útsýnispallur en rekstur kaffiteríu og veitingahúss hafi ekki gengið sem skyldi. Um skeið hafi Pétur Kristjánsson heitinn verið með tónlistar og vídjómarkað á jarðhæðinni og síðar hafi útgefendur verið með bókamarkað þar. Síðar hafi verið sett upp náttúrusýning og víkingasýning.

„Byggingin var ekki hönnuð fyrir þessa starfsemi, frekar að hún hafi farið þangað af því ekki var í önnur hús að venda,“ segir Egill.

Bendir hann á að þetta séu ekki í fyrsta skipti sem hugmyndir um sölu Perlunnar fara af stað. Alfreð Þorsteinsson heitinn, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, hafi vakið skelfingu fyrir það á sínum tíma.

„Í raun skiptir litlu máli hvort húsið er í eigu einkaaðila eða borgarinnar – þar er altént engin starfsemi sem sérstaklega í verkahring hins opinbera. Hins vegar er spurning hvort finnast kaupendur að húsi sem hefur svo óljósan tilgang og takmarkað notagildi,“ segir Egill að lokum. „Perlan hefði annars verið flott sem brautarstöð – nú eða moska.“

 

Aldingarður með suðrænum trjám

Stefán Pálsson, sagnfræðingur og varaborgarfulltrúi Vinstri grænna, setur mikla fyrirvara við sölu Perlunnar. Áður en slíkt yrði gert yrði að afla upplýsinga um áhrif á orkuöryggi borgarinnar og skilgreina þær kvaðir sem fylgja kaupunum.

Frá útsýnispallinum í Perlunni. Mynd/Getty

„Þegar seinni heitavatnstankurinn var tekinn undir aðra starfsemi komu fram varnaðarorð um að það kynni að leiða til heitavatnsskorts við verstu aðstæður. Þeim var svarað með því að nýr tankur yrði reistur innan skamms en hann hefur aldrei litið dagsins ljós,“ segir Stefán.

Tryggja þurfi áframhaldandi aðgang almennings að mannvirkinu til frambúðar, kynni það að skipta um eigendur.

„Perlan er eitt mikilvægasta kennileiti og aðdráttarafl ferðamanna í Reykjavík og borginni getur ekki staðið á sama um eðli þeirrar starfsemi sem þar er rekin,“ segir hann.

Vitaskuld víkur Stefán einnig að sögu byggingarinnar, en þá í svari við færslu Egils.

„Þegar Perlan var á byggingarstigi var aðaláherslan aldrei á hringsnúandi veitingastaðurinn heldur vetrargarðurinn sem átti að vera í miðsvæðinu. Þar var hugmyndin að fólk gæti spásserað í hálfgerðum aldingarði með suðrænum trjám og plöntum,“ segir Stefán.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Össur tætir Pírata í sig: „Málefnalega skipta þau ekki lengur máli“

Össur tætir Pírata í sig: „Málefnalega skipta þau ekki lengur máli“
Fréttir
Í gær

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“
Fréttir
Í gær

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“