fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Miður sín eftir að hafa verið smánuð í flugi – Flugfreyja sagði klæðnað hennar ekki viðeigandi

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 8. september 2023 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandarísk kona sem flaug með Southwest Airlines frá Orlando til Nashville segist miður sín eftir flugið. Segir konan að flugfreyja hafi skammað hana fyrir framan alla farþeganna og sagt klæðnað hennar ekki viðeigandi. 

Maggi Thorne sem er 42 ára gömul ákvað að klæða sig í þægilegt föt fyrir flugið og birti hún myndir á samfélagsmiðlum eftir atvikið til að sýna hverju hún hefði klæðst, svörtum íþróttatoppi og buxum með derhúfu. 

Maggi Thorne

Thorne skrifaði um atvikið á Twitter: „Flugfreyja Southwest Airlines skammaði mig bara fyrir framan farþega með því að segja að klæðnaðurinn minn væri ekki viðeigandi. Bolur og buxur með háu mitti. Flug 1039, er þetta virkilega að gerast árið 2023? Farþegarnir í kringum mig voru orðlausir þegar hún skammaði mig svo allir heyrðu.“

Í framhaldi af tístinu sagði Thorne engan hafa vald yfir hverju maður klæðist og bætti við: „Ég trúi á góðmennsku okkar. Það er óásættanlegt að láta einhvern skamma annan opinberlega fyrir klæðnað viðkomandi (óháð því hver á í hlut).

Í athugasemdum er ljóst að fólk er á báðum áttum og margir sammála flugfreyjunni:

„Þetta er ekki „bolur“ heldur brjóstahaldari,“ sagði einn karlmaður.

„Flugfreyjan vissi eða hélt að þetta væri brjóstahaldari og þess vegna sagði hún eitthvað. Og líklega var öllum sama eða engin heyrði orð hennar. Hún gaf þér ráð sem ekki voru ætluð samfélagsmiðlum. Það ert þú sem ert að smána aðra,“ sagði annar.

Sá þriðji sagði: „Farðu í föt. Þetta er flugvél ekki líkamsræktarstöð. Klæðnaðurinn ætti að vera í samræmi við það.“

Nokkrir voru þó sammála Thorne, þar á meðal einn sem skrifaði: „Þetta var fáránlegt. Klæðnaðurinn þinn var í lagi, flugfreyjan gekk of langt, líkt og þeir sem eru sammála henni.“

Í viðtali við Insider sagði Thorne að hún hefði neitað beiðni flugfreyjunnar um að fara í fleiri föt, þar sem hún vissi að flugfélagið væri ekki með formlega stefnu hvað varðar klæðnað farþega, aðeins leiðbeiningar sem leyfa fólki ekki að „klæðast skítugum, dónalegum eða móðgandi fatnaði.“

„Hún kom og spurði mig um fötin mín og sagði að henni fyndist þau sýna of mikið og ekki vera viðeigandi fyrir flugfélagið. Þetta var ótrúlega vandræðalegt. Ég er ekki vön að standa í deilum, en það sem gerðist er ekki í lagi og einhver ætti að segja eitthvað um það.“

Southwest Airlines sendi í kjölfarið afsökunarbeiðni til Thorne og sagði að kvörtun hefði verið lögð fram fyrir hennar hönd.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Er sársaukaþröskuldur kvenna hærri en karla?

Er sársaukaþröskuldur kvenna hærri en karla?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Var á dauðaganginum í 45 ár – Vonast nú til að hreinsa nafn sitt

Var á dauðaganginum í 45 ár – Vonast nú til að hreinsa nafn sitt
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts
Pressan
Fyrir 6 dögum

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort
Pressan
Fyrir 6 dögum

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin