fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fókus

Gekkst undir bráðaaðgerð á fóstri

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 7. september 2023 17:00

Mynd: Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miðlar greindu frá því síðastliðinn föstudag að Travis Barker og hljómsveit hans, Blink 182, hefðu frestað tónleikum sem vera áttu þá helgi vegna aðkallandi fjölskyldumála Barker. 

Barker dreif sig heim til Bandaríkjanna og var með eiginkonu sinni, Kourtney Kardashian, á sjúkrahúsi, sem þau sáust yfirgefa á sunnudag og eins og sjá má á myndum sem teknar voru þá var Kourtney blessunarlega enn ófrísk, en hún gengur með fjórða barn sitt og fyrsta barn þeirra Barker.

Sjá einnig: Hjónin yfirgefa sjúkrahús – Frestaði tónleikum vegna aðkallandi fjölskyldumála

Kourtney greindi frá því í gær að bráðaaðgerð hefði þurft að gera á fóstrinu. Í færslu á Instagram segist hún alls ekki hafa verið undirbúin undir slíkt eftir að þrjár fyrri meðgöngur hafi verið án áfalla, en Kourtney var lögð inn á spítala á föstudag.

„Ég er að eilífu þakklát ótrúlegu læknateymi fyrir að bjarga lífi barnsins okkar. Ég er manninum mínum ævinlega þakklát sem yfirgaf tónleikaferðalag sitt til að vera með mér á spítalanum og sjá um mig, hann er kletturinn minn. Og mamma, takk fyrir að halda í hendina á mér í gegnum þetta allt,“ segir Kourtney.

„Eftir þrjár mjög auðveldar fyrri meðgöngur var ég ekki tilbúin fyrir bráða fósturaðgerð og óttann sem hún hafði í för með sér. Ég held að enginn sem hefur ekki gengið í gegnum svipaðar aðstæður geti ímyndað sér hvernig tilfinning það er.

Ég hef öðlast nýj­an skiln­ing og ber svo mikla virðingu fyr­ir mæðrum sem hafa þurft að berj­ast fyr­ir börn­um sín­um á meðgöngu. Lof sé Guði. Að ganga út af spítalanum með drenginn minn enn í maganum og öruggan er mikil blessun.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Talaði Trump af sér?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – Sjóðandi heitur desember

Vikan á Instagram – Sjóðandi heitur desember
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Það er of mikil áhersla lögð á að fá einhverja einkunn á prófi en gleymist að það gengur ekki upp ef börnum líður illa“

„Það er of mikil áhersla lögð á að fá einhverja einkunn á prófi en gleymist að það gengur ekki upp ef börnum líður illa“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jólalestin mun keyra sinn árlega hring um höfuðborgarsvæðið í 30. skiptið

Jólalestin mun keyra sinn árlega hring um höfuðborgarsvæðið í 30. skiptið
Fókus
Fyrir 4 dögum

Harry Bretaprins rýfur þögnina um skilnaðarorðróminn

Harry Bretaprins rýfur þögnina um skilnaðarorðróminn