fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Fréttir

Íslendingar orðnir þreyttir á ferðamönnum – 58 prósent segja þá of marga

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 5. september 2023 10:30

Íslendingar eru orðnir þreyttir á átroðningi ferðamanna samkvæmt könnuninni. Mynd/Eyþór

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

58,1 prósent segja að fjöldi ferðamanna hafi verið of mikill í sumar. 40,1 prósent segja fjöldann hæfilegan en aðeins 1,8 prósent of lítinn. 21 prósent segja fjöldann allt of mikinn en 37,1 prósent heldur of mikinn.

Þetta kemur fram í nýrri könnun sem Gallup gerði fyrir Túrista.is og birt var í morgun.

Það er einkum eldra fólk sem telur fjölda ferðamanna of mikinn. 75 prósent 65 ára og eldri telur fjöldann hafa verið of mikinn. Andstaðan er sérstaklega mikil á meðal eldri kvenna.

Andstaðan fer svo minnkandi eftir aldurshópum. Aðeins 40 prósent fólks á aldrinum 18 til 24 ára telur ferðamenn of marga.

Þó að ferðamanna átroðningurinn sé mismikill eftir svæðum mælist lítill munur á viðhorfi fólks eftir því hvar á landinu það býr.

Könnunin var gerð dagana 18. til 28. ágúst. Úrtakið var 1.697 og 849 svöruðu könnuninni.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Risasekt á Gísla og Eirík fyrir skattsvik í rekstri hreingerningarþjónustufyrirtækis

Risasekt á Gísla og Eirík fyrir skattsvik í rekstri hreingerningarþjónustufyrirtækis
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Blaðamaður Heimildarinnar hefur kært morðhótun Írisar Helgu til lögreglu – „Prinsippafstaða“

Blaðamaður Heimildarinnar hefur kært morðhótun Írisar Helgu til lögreglu – „Prinsippafstaða“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Snarpur jarðskjálfti fannst vel á höfuðborgarsvæðinu

Snarpur jarðskjálfti fannst vel á höfuðborgarsvæðinu
Fréttir
Í gær

Einar Kárason deilir átakanlegri frásögn um ekkju sem þurfti að losa sig við besta vin sinn og huggara – „Hann hafði engar röksemdir“

Einar Kárason deilir átakanlegri frásögn um ekkju sem þurfti að losa sig við besta vin sinn og huggara – „Hann hafði engar röksemdir“