A landslið karla kemur saman til æfinga í Þýskalandi í dag til undirbúnings fyrir komandi leiki í undankeppni EM 2024. Ísland mætir Lúxemborg ytra 8. september og Bosníu og Hersegóvínu á Laugardalsvelli 11. september.
Íslenska liðið æfir í Mainz í Þýskalandi á framan af vikunni og heldur síðan yfir til Lúxemborg á miðvikudag.
Báðir leikirnir eru í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 sport. Miðasala á heimaleikinn við Bosníu og Hersegóvínu er í fullum gangi á tix.is.