fbpx
Sunnudagur 01.september 2024
Fréttir

Mótmælin á höfninni – „Þeir geta að minnsta kosti ekki farið neitt á meðan þær sitja þarna“

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 4. september 2023 10:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands og talskona Hvalavina segja konurnar tvær sem hafa hlekkjað sig við Hval 8 og 9 í friðsamlegum mótmælum og stundi borgaralega óhlýðni. Óvíst sé um áhrif.

„Þessar konur eru að nýta sér stjórnarskrárbundinn rétt sinn til tjáningar og mótmæla því sem þær telja vera yfirvofandi brot gegn lögum um velferð dýra,“ segir Katrín Oddsdóttir, lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands.

Hún segir málið ekki fordæmalaust.

Frá vettvangi mótmælanna
play-sharp-fill

Frá vettvangi mótmælanna

Aðgerðir lögreglu standa enn yfir

„Þetta er alls ekki í fyrsta sinn sem við sjáum þessa tegund af borgaralegri óhlýðni í tengslum við hvalveiðar Íslendinga.“

Aðspurð um áhrif segist Katrín ekki hafa nægilega öfluga spádómsgáfu til að segja til um það

Katrín segist ekki vita til þess að konurnar tvær, sem heita Eliza og Anahita, séu á vegum neinna samtaka. Það segist Valgerður Árnadóttir, talskona Hvalavina, heldur ekki vita en hún er á svæðinu.

„Þetta eru konur sem ákváðu upp á sitt einsdæmi að gera þetta,“ segir Valgerður. „Við í Hvalavinum styðjum friðsamlegar mótmælaaðgerðir. Mér finnst þær hugrakkar að hafa gert þetta. Þær eru að standa vörð um réttindi dýra. Það er verið að brjóta dýravelferðarlög með því að murka úr hvölum lífið. Hver einasti hvalur sem bjargast vegna þessara aðgerða skiptir máli.“

Frá vettvangi mótmælanna

Býst ekki við að skipin sigli út

Valgerður býst ekki við því að skipin sigli út í dag og því hafi mótmælin einhver áhrif. „Þeir geta að minnsta kosti ekki farið neitt á meðan þær sitja þarna. Það hefur þá alla vega einhver áhrif,“ segir hún.

Lítið er að gerast á svæðinu og hálfgerð pattstaða komin upp. Nokkuð af fréttafólki og áhorfendum hefur safnast fyrir á höfninni. Sérsveit lögreglunnar er ekki að ræða við konurnar og ekki í neinum sjáanlegum aðgerðum.

Valgerður segir að veðrið sé gott og það væsi ekki um konurnar. „Fyrst að ráðherra stöðvar þetta ekki eru borgararnir komnir í það mál,“ segir hún.

Telur ólíklegt að skipin sigli út í dag

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hættuleg umferðarljós í Langholtshverfi vekja reiði íbúa – „Það munaði svo litlu að keyrt væri yfir hana“

Hættuleg umferðarljós í Langholtshverfi vekja reiði íbúa – „Það munaði svo litlu að keyrt væri yfir hana“
Fréttir
Í gær

Banaslys í Garðabæ

Banaslys í Garðabæ
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Meintur raðnauðgari ákærður fyrir brot gegn fjórum konum – Nýtti sér að þær gátu ekki spornað við ofbeldinu og tók háttsemina upp

Meintur raðnauðgari ákærður fyrir brot gegn fjórum konum – Nýtti sér að þær gátu ekki spornað við ofbeldinu og tók háttsemina upp
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Yfirlýsing frá Ice Pic Journeys – Harma mjög banaslysið

Yfirlýsing frá Ice Pic Journeys – Harma mjög banaslysið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

CIA segir að markmiðið hafi verið að drepa þúsundir manna

CIA segir að markmiðið hafi verið að drepa þúsundir manna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ung kona lést þegar eftirlíkingu af víkingaskipi hvolfdi í Noregi – Festist undir bátnum

Ung kona lést þegar eftirlíkingu af víkingaskipi hvolfdi í Noregi – Festist undir bátnum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Helgi Magnús ákveðinn: „Ég mun fara alla leið með þetta og gef ekkert eftir“

Helgi Magnús ákveðinn: „Ég mun fara alla leið með þetta og gef ekkert eftir“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björguðu manni úr sjálfheldu – Kaldur og skelkaður þegar hann kom niður

Björguðu manni úr sjálfheldu – Kaldur og skelkaður þegar hann kom niður
Hide picture