Mótmæli standa yfir í hvalveiðiskipum Hvals hf í Reykjavíkurhöfn. Það eru erlendir mótmælendur sem standa að þeim. Samtök Paul Watson sendu myndir en segja að þeir séu ekki á þeirra vegum. Tveir þeirra hafa hlekkjað sig við mastur skipanna.
Sérsveit lögreglunnar er á svæðinu en litlar upplýsingar liggja fyrir um hvað sé verið að gera til að stöðva mótmælendurna.
„Við getum ekkert sagt um þetta að svo stöddu. Vonandi getum við skýrt frá stöðunni þegar líður á morguninn,“ segir Gunnar Rúnar Sveinbjörnsson, kynningarfulltrúi Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Vildi hann ekki segja hvað lögreglan væri að gera til þess að stöðva mótmælin, ekki hvort mótmælendurnir hefðu sett fram einhverjar kröfur né hvort að lögreglan sæi fram á að málið leystist á næstu klukkutímunum.