fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Opnunarviðburður FKA 2023: „Hvað gerir maður þegar það er óskað er eftir bankastjóra? – Sækir um!“

Eyjan
Sunnudaginn 3. september 2023 12:46

Andrea Róbertsdóttir framkvæmdastjóri FKA, Unnur Elva Arnardóttir formaður FKA, Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans og Svanlaug Jóhannsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á annað hundrað kvenna komu saman í nýju húsnæði Landsbanka í Reykjastræti á opnunarviðburði sem haldinn var í vikunni. „Fjárfestu í þér til framtíðar“ var yfirskriftin þar sem konur af höfuðborgarsvæðinu og alls staðar að af landinu hófu starfsár félagsins sem er jafnframt 25 ára afmælisár félagsins.

Félag kvenna í atvinnulífinu fagnar 25 ára afmæli sínu á starfsárinu sem er að hefjast.

Nýja Landsbankahúsið er stórglæsilegt og tekur sannarlega vel utan um gesti,“ segir Unnur Elva Arnardóttir, formaður FKA, en húsið hefur vakið mikla athygli, vottað og vistvæn hönnun leiðarljósið í öllu ferlinu. „Stórt hús og glæsilegt sem smellpassar fyrir stórt og metnaðarfullt félag,“ segir Andrea Róbertsdóttir framkvæmdastjóri félagsins. „Félagið hefur aldrei verið stærra og fjölbreyttara og það var dásamlegt að fá að telja í nýtt, ferskt og brakandi starfsár með nýrri stjórn og félagskonum í Landsbanka Reykjastræti.“

Tíu þúsund fermetrar af fjöri og flottir leiðtogar

Tíu þúsund fermetrar af fjöri og flottir leiðtogar og stjórnendur innan bankans tóku á móti okkur og það sannaðist enn og aftur hve einlægni er gott stöff,“ segir Andrea glöð í bragði. „Við vorum allar sammála um það eftir að hlustað á Lilju segja frá sinni vegferð og það að fá svona persónulega hvatningu frá henni gerði það að verkum að við fórum heim með kassann út, fullar eldmóði.“

FKA Suðurnes er öflug landsbyggðadeild innan FKA og þær komu á Opnunarviðburðinn enda fullar tilhlökkunar að bjóða heim 6. október þegar Landsbyggðaráðstefna verður á Suðurnesjum sem ber yfirskriftina „Í krafti kvenna!“

Magnús Jóhann Ragnarsson settist við flygilinn og það var sunginn afmælissöngurinn fyrir Lilju sem fagnaði fimmtugsafmæli sínu nýverið. FKA-konan Svanlaug Jóhannsdóttir, söngkona og framkvæmdastjóri Osteostrong, leiddi hópsöng og fyrirtæki gáfu félagskonum sem duttu í lukkupottinn flotta glaðninga. Borgarleikhúsið bauð í leikhús og Sena gaf miða á Tinu Turner heiðurstónleikana sem verða í Eldborg.

Þar munu nokkrar af bestu söngkonum Íslands koma saman til að heiðra minningu Tinu Turner og auðvitað eru félagskonur FKA þar innanborðs eins og hún Jóhanna Guðrún sem hefur heldur betur látið til sín taka í viðburðahaldi þessa dagana. Það er ekki bara Costco sem færir okkur jólin snemma í ár því Icewear var sannarlega í jólafíling og kom með kápur, vesti, buxur og úlpu í púkkið þar sem dúnninn setti okkur í stellingar fyrir haustlægðirnar á færibandi en svo er það íslenska ullarfóðrunin, létt og hlý og áhugaverð hjá þeim. Er ég byrjuð að hljóma eins og kynningarstjóri Iðnaðarsýningarinnar?“ spyr Andrea hlæjandi. „Ég hef bara svo gaman að vekja athygli á konunum okkar og þarna var Silla Páls með gjafabréf upp á portrett myndatöku þegar verið var að gleðja konurnar, Sky Lagoon sá til þess að einhverjar gátu farið lóðbeint í þetta dásamlega lón, Skeljungur var með gjafabréf í bíladekur og þetta var opnunarviðburður með dassi af aðfangadagsstemningu. Já, mögulega, og fyrir það er ég þakklát. Gott að gefa, himneskt að þiggja eins og segir á sígilda konfektinu frá Nóa sem allar konur fengu með sér heim ásamt glaðningi frá Halldóri Jónssyni.“

Unnur Elva Arnardóttir formaður FKA og Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans.

Nóg að verða gömul og nenni ekki að verða gömul og bitur

Ég hvet konur til að sækja um í félaginu og láta til sín taka og hafði svo gaman af því þegar Lilja spurði salinn: „Hvað gerir maður, stelpur, þegar það er óskað eftir bankastjóra?“ og svaraði í framhaldinu: „ Sækir um!““, segir Andrea sem hvetur konur til að gera nákvæmlega það. „Mér persónulega finnst nóg að verða gömul og nenni ekki að verða gömul og bitur. Ég veit vel að ég er forréttindapía en þarf samt að beiti mig hörðu til að taka upp góða venjur og forgangsraða mér. Við konur verðum að gefa okkur leyfi til að taka virkan þátt, eiga áhugamál, fylgja því sem hjartað raunverulega vill. Þá minnka líkurnar á að við sitjum uppi með eftirsjá í ellinni. Mikilvægi FKA hefur aldrei verið eins brýnt og öflugar deildir, nefndir, ráð og stjórn FKA heldur áfram að styðja kvenleiðtoga í að sækja fram og sameina til aukins sýnileika og þátttöku. Verið hjartanlega velkomnar um borð,“ segir Andrea að lokum.

Hátt í tvöhundruð félagskonur FKA mættu á Opnunarviðburðinn og fremst á mynd er stjórn FKA.
Andrea Ýr Jónsdóttir eigandi & framkvæmdarstjóri Heilsulausna og ritari FKA og Grace Achieng stofnandi og framkvæmdastjóri Gracelandic og stjórnarkona FKA.

Óhætt að telja í haustlægðirnar hjá félagskonum með veglegir glaðninga frá útvistarfyrirtækinu Icewear.
Sara Pálsdóttir framkvæmdastjóri Samfélags hjá Landsbankanum og Eyrún Anna Einarsdóttir framkvæmdastjóri Eignastýringar og miðlunar.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips
Eyjan
Í gær

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þingkosningar: Lilja segir ríkisstjórnina hafa fjárfest mikið í innviðum – Alma segir innviðskuldina ógna orkuskiptum

Þingkosningar: Lilja segir ríkisstjórnina hafa fjárfest mikið í innviðum – Alma segir innviðskuldina ógna orkuskiptum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?