fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Segir Hannes hafa breyst úr frjálshyggjumanni í íhaldssaman valdhyggjusinna

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 3. september 2023 11:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skrif Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar þar sem hann sakar konu og tvær ungar dætur hans um að hafa reynt að ræna handfarangurstösku hans í flugstöðinni á Keflavíkurflugvelli vöktu mikla athygli í gær.

Sjá einnig: Hannes sakar „konu klædda í múslimabúning“ um tilraun til töskuþjófnaðar í Leifsstöð – „Þú ert ekki að segja rétt frá“

 „Það skyggði dálitið á ánægjulega heimkomu, að reynt var að ræna töskunni minni í Fríhöfninni. Kona klædd í múslimabúning (með slæðu og í síðum kufli) tók hana, á meðan ég var að versla,“ skrifar Hannes Hólmsteinn í færslu á Facebook. 

Rúna Mjöll Helgadóttir, starfsmaður í Leifsstöð var vitni að atvikinu og leið ekki á löngu þar til skrifaði athugasemd við færslu Hannesar og sagði hann ljúga til um atvikið. Sagði hún stelpurnar hafa verið börn í kringum fjórtán og sex ára aldurinn og að prófessorinn hafi orðið sér til minnkunnar.

„Það var ekki vesen að fá töskuna til baka þær gáfu þér hana strax. Ástæðan afhverju allir horfðu svona á þig er útaf því þú ert Íslendingum til skammar. ömurlegt að fólk eins og þú skemmi fyrir öðrum.“

Sjá einnig: Hannes ósáttur við að starfsmaður Leifsstöðvar hafi stigið fram og sagt hann ljúga til um töskumálið

Fæstir komu Hannesi til varna

Það er skemmst frá því að segja að fæstir komu Hannesi til varna, þegar þetta er skrifað hafa verið skrifaðar 327 athugasemdir við færsluna, einhverjar eru þó svör Hannesar sjálfs, og henni verið deilt 17 sinnum. Eftir að hafa skrifað fjórar færslur til viðbótar um atvikið, meðal annars eina þar sem Hannes ærumeiðir Þórð Snæ Júlíusson, annan ritstjóra Heimildarinnar, hefur Hannes snúið sér að máli málanna: hvalveiðum.

Ljóst er þó að aðrir hafa ekki gleymt skrifum Hannesar. 

„Hannesi er greinilega alls ekki sama hvaða trú fólk aðhyllist; hann telur að meðhöndla eigi múslima öðru vísi en fólk af trúarbrögðum sem honum og þá væntanlega einnig drauma-stjórnvöldum hans hugnast betur.

Hannes telur tiltekinn klæðaburð vera „múslima-múnderingu“ (hans orð) og greinilega óæskilegan sem slíkan. Fólk sem gangi í slíkri „múnderingu“ sé líklegra til að vera þjófótt og hneigjast til glæpa,“ segir Vilhjálmur Þorsteinsson, stofnandi og eigandi Miðeindar ehf. Segir Vilhjálmur að nú beri svo við að hann virðist vera orðinn mun meiri frjálshyggjumaður en fyrrverandi postuli þeirrar stefnu, áðurnefndur Hannes Hólmsteinn.

„Þegar ég var á menntaskólaaldri var Hannes Hólmsteinn Gissurarson þegar orðinn einn best þekkti málsvari frjálshyggju á Íslandi. Hann hafði talsverð áhrif á mína kynslóð, einkum þó karlkyns helminginn, sem hreifst af þessari einföldu og í fljótu bragði rökréttu útskýringu á gangverki hagkerfisins og jafnvel hegðun mannskepnunnar, sbr. homo economicus.

Flestir okkar lærðu þó fljótt eftir að við fullorðnuðumst, eignuðumst maka og börn og fórum að skilja gráskala samfélagsins betur, að heimurinn væri ekki jafn einfaldur og svart-hvítur á borði eins og frjálshyggjan boðaði í orði. Þar með vorum við langflest orðin sósíaldemókratar, sem er – eins og sagan og dæmin sanna – eina stjórnmála-hugmyndafræðin sem gengur upp í praxís og skapar velferðarsamfélög sem fólk vill í raun og veru búa í,“ segir Vilhjálmur.

Segir ríkið og aðra sem minnst eiga að skipta sér af málum sem varða innra líf einstaklinga, upplag og lífsval

Segir hann að í hans tilviki hafi þó setið eftir sá hluti af frjálshyggjuboðskapnum sem kallast félagslegt frjálslyndi: „ég var og er sammála því að ríkið eða annað fólk ætti sem minnst að skipta sér af málum sem varða innra líf einstaklingsins sjálfs, hans upplag og lífsval.“

Vilhjálmur segist sem dæmi vera frjálshyggjumaður þegar kemur að frelsi fólks til að hafa þá trú sem það kýs, eða enga trú. „Og á fáu held ég að annað fólk ætti síður að hafa skoðun en kynhneigð og kynvitund manns, sem hlýtur næstum samkvæmt skilgreiningu að vera einskis mál annars en hans sjálfs. Þá tel ég m.a. að einstaklingsfrelsi hljóti að ná til ákvarðana um klæðaburð (með nánast óumdeildum takmörkunum varðandi nekt) – og að í fullkomnum heimi ætti einstaklingum einnig að vera frjálst að velja hvar þeir búa. Með öðrum orðum: þeim eigi helst að vera frjálst að greiða atkvæði með fótunum ef venjulegar lýðræðislegar aðferðir innanlands duga ekki.“

Segir neyðarlegt að skattgreiðendur haldi Hannesi uppi

Vilhjálmur segir að Hannesi verði tíðrætt um þann meinta vanda að fólk vilji velja að búa annars staðar en þar sem það sætir ofsóknum og lifir við sult og seyru og virðist hann þar m.a. hafa gleymt sögu þess ríkis sem helst verður þó kennt við frjálshyggju, þ.e. Bandaríkja Norður-Ameríku, þar sem stöðugt innstreymi innflytjenda hraðaði hagvextinum og bætti kjör þeirra sem fyrir voru.

„Loks verður ekki betur séð en að Hannes taki undir heilalausa þvaðrið um „woke“ og þar með a.m.k. óbeint að samfélagið eigi að skipta sér af kynvitund trans fólks og jafnvel samkynhneigðra. Alla vega sé fólk sem reynir að standa vörð um þetta innilegasta einstaklingsfrelsi af öllum einhvers konar leiðindapestir sem verðskuldi neikvæða stimpla.

Nú er sem sagt Snorrabúð stekkur. Fyrrverandi erki-frjálshyggjumaðurinn er orðinn að þræl-íhaldssömum valdhyggjusinna og staðalhyggjumanni (konformista), sem vill gagnrýna og skipta sér af vali einstaklinga í efnum sem koma í reynd engu öðru fólki við.

Að skattgreiðendur hafi haldið þessum kurfi uppi í Háskóla Íslands um áratuga skeið, eftir að hann var settur þar inn með ráðherra-valdboði án þess að uppfylla akademískar hæfnikröfur á sínum tíma, er svo allt í senn neyðarlegt, grátlegt og broslegt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?
Fréttir
Í gær

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt
Fréttir
Í gær

Reykjavíkurborg gafst upp á nágrannadeilum í Grafarholti

Reykjavíkurborg gafst upp á nágrannadeilum í Grafarholti