fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fókus

Hjónin yfirgefa sjúkrahús – Frestaði tónleikum vegna aðkallandi fjölskyldumála

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 3. september 2023 10:00

Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær sáust hjónin Travis Barker og Kourtney Kardashian yfirgefa sjúkrahús, en Barker og hljómsveit hans, Blink 182, frestuðu á föstudag tónleikum vegna aðkallandi fjölskyldumála Barker.

Sást til hjónanna ganga út af sjúkrahúsi í Los Angeles og stíga inn í svartan jeppa með öryggisverði nálægt. Á föstudag tilkynnti Blink 182 með færslu á Twitter að tónleikaferð þeirra um Evrópu væri frestað vegna neyðartilviks í fjölskyldu Barker.

„„Vegna aðkallandi fjölskyldumáls hefur Travis þurft að snúa heim til Bandaríkjanna. Tónleikum í Glasgow, Belfast og Dublin er frestað. Frekari upplýsingar varðandi endurkomu hans til Evrópu og breyttar dagsetningar verða veittar eins fljótt og þær liggja fyrir.“

Stuttu áður hafði Barker birt færslu á samfélagsmiðlum þar sem stóð „Saman biðjum við„ þar sem hann var staddur í bænaherbergi á flugvellinum í Glasgow. Fyrrum eiginkona hans, Shanna Moakler, sagðist biðja fyrir hjónunum. „Ég veit ekki hvað er í gangi, en ég veit að börnin okkar eru í lagi, að sjálfsögðu er það mér mikilvægt,“ sagði Moakler við ljósmyndara á föstudag. Barker og Moakler eiga saman tvö börn, soninn Landon 19 ára og dótturina Alabama 17 ára, auk þess sem Moakler átti dótturina Atiana 24 ára frá fyrra sambandi.

„Þegar sveitin hefur frestað eða fellt niður tónleika þá hefur það verið vegna þess að eitthvað stórt hefur gerst. Ég bið að hans nánasta fjölskylda, barnið og Kourtney og allir, séu öruggir.“

Í júní tilkynntu hjónon að von væri á barni, þegar Kourtney hélt uppi skilti á tónleikum Blink 182 sem á stóð „Travis, ég er ófrísk„ sem vísaði á gamansaman hátt til tónlistarmyndbands sveitarinnar við lagið All the Small Things.

Von er á syni sem mun bætast við í stóran systkinahóp, en auk áðurtalinna barna Barker þá á Kourtney þrjú börn, synina Mason og Reign sem eru 13 og átta ára og dótturina Penelope sem er 11 ára.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Íslendingar nefna jólakvikmyndirnar sínar – „Árið 2010 horfði ég á hana og var þá að bíða eftir því að dóttir mín fæddist, sem hún svo gerði á aðfangadag“

Íslendingar nefna jólakvikmyndirnar sínar – „Árið 2010 horfði ég á hana og var þá að bíða eftir því að dóttir mín fæddist, sem hún svo gerði á aðfangadag“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Pabbarnir eru nánast algjörlega fjarverandi“

„Pabbarnir eru nánast algjörlega fjarverandi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ragnhildur segir valdeflandi að setja erfiðum fjölskyldumeðlimum skýr mörk

Ragnhildur segir valdeflandi að setja erfiðum fjölskyldumeðlimum skýr mörk
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jólalestin mun keyra sinn árlega hring um höfuðborgarsvæðið í 30. skiptið

Jólalestin mun keyra sinn árlega hring um höfuðborgarsvæðið í 30. skiptið