Karim Benzema skoraði geggjað mark í gær er Al Ittihad tók á móti Al Hilal í efstu deild í Sádi Arabíu.
Benzema er fyrrum markavél Real Madrid en ákvað að skrifa undir samning við Al Ittihad í sumar.
Hann skoraði fallegasta mark leiksins en Al Ittihad tapaði viðureigninni að lokum 4-3.
Það var Aleksandar Mitrovic, fyrrum leikmaður Fulham og Newcastle, sem sá um að tryggja Al Hilal sigurinn með þrennu.
Frábært mark Benzema má sjá hér fyrir neðan.
KB9 goal against Al-Hilal 2-1
What a goal 🤯? pic.twitter.com/EMdngdxB9i— Ittihad Club (@ittihad_en) September 1, 2023