Það er ekki möguleiki á að Cristiano Ronaldo og hans félagar í Al Nassr spili í Meistaradeildinni á næsta ári.
Þetta segir forseti UEFA, Aleksander Ceferin, en talað hefur verið um að lið í Sádi Arabíu myndu fá þátttöku í deild þeirra bestu.
Sádi Arabía er umtalaðasta deild veraldar en lið þar í landi hafa fengið fjölmargar stjörnur til liðs við sig í sumar og borga hærri laun en lið í Evrópu eru tilbúin að glera.
Ceferin hefur þó útilokað það að liðin fái að taka þátt í Evrópukeppnum sem eru í raun jákvæðar fréttir fyrir íþróttina.
,,Aðeins lið frá Evrópu fá að taka þátt í Meistaradeildinni, Evrópudeildinni eða Sambandsdeildinni,“ sagði Ceferin.
,,Við myndum þurfa að breyta öllum okkar reglum og við höfum engan áhuga á því.“