Mason Greenwood er á barmi þess að ganga í raðir Getafe á Spáni á láni út þessa leiktíð.
Félögin eru að klára allt sín á milli áður en glugginn lokar á næstu mínútum.
Manchester United ætlar ekki að spila þessum 21 árs gamla framherja aftur og er að hjálpa honum að finna sér nýtt starf.
Greenwood var sakaður um ofbeldi í nánu sambandi en lögregla hætti rannsókn á dögunum og Greenwood er því frjáls ferða sinna.
Lazio hafði áhuga fyrr í dag en það gekk ekki upp og nú er Greenwood líklega á leið til Spánar.