Sofyan Amrabat er orðinn leikmaður Manchester United. Simon Stone hjá BBC segir frá.
Félögin hafa náð saman um lánssamnig. United greiðir 10 milljónir evra fyrir hann og geta svo keypt hann næsta sumar. Kaupverðið gæti orðið allt að 25 milljónir evra.
Amrabat er 27 ára gamall miðjumaður frá Marokkó sem var öflugur á HM í Katar á síðasta ári.
Hann hefur hafnað fjölda liða í sumar í þeirri von um að geta gengið í raðir United nú undir lok gluggans.
Amrabat kláraði læknisskoðun á Ítalíu og er nú orðinn leikmaður Manchester United.
Sofyan Amrabat to @ManUtd done. €10m loan fee with option to buy. If deal becomes permanent, fee would be €20m, with another €5m in add-ons.
— Simon Stone (@sistoney67) September 1, 2023