Adrian Sanchez var hetja Selfoss er hann tryggði liðinu dramatískan sigur á Gróttu í Lengjudeild karla í kvöld.
Mark Sanchez kom í uppbótartíma og er afar mikilvægt fyrir Selfoss sem er í fallbaráttu.
Selfoss er með 23 stig en situr enn í fallsæti, ellefta sætinu.
Njarðvík, Grótta og Þróttur eru hins vegar öll með 23 stig og því er mikil spenna í deildinni.
Athygli vekur að Gary Martin var ónotaður varamaður í liði Selfoss í kvöld.