Nottingham Forest hefur staðfest kaup sín á Callum Hudson-Odoi frá Chelsea en hann gerir þriggja ára samning
Hudson-Odoi átti að verða ein af stjörnum Chelsea en hefur ekki fundið sig síðustu ár.
Hann var lánaður til Bayer Leverkusen á síðasta tímabili en fann sig ekki þar.
Kantmaðurinn er aðeins 22 ára gamall og getur því enn komist á skrið á ferli sínum.
„Það er frábært fyrir mig að koma hingað, ég get ekki beðið eftir því að byrja. Þetta er nýr kafli fyrir mig,“ segir Hudson-Odoi.
It's CHO-time ⚡️#WelcomeCallum 🏴 pic.twitter.com/SmSkvnVWgR
— Nottingham Forest (@NFFC) September 1, 2023