Manchester United hefur staðfest að Jonny Evans hafi skrifað undir eins árs samning við félagið.
Evans sem ólst upp hjá Manchester United og hefur spilað 102 landsleiki fyrir Norður-Írland.
Evans hefur spilað með West Brom og Leicester undanfarin ár.
Hann byrjaði að æfa með United í sumar og skrifaði undi stuttan samning en hefur nú gert samning út tímabilið.
„Ég er ánægður með að koma til Manchester United, þetta er heimili mitt. Félagið og stuðningsmenn hafa mótað mig frá 15 ára aldri,“ segir Evans.
„Ég hef notið þess að vinna með Erik ten Hag og hans starfsliði.“