Gestaklefinn hjá Víkingi hefur mikið verið í umræðunni undanfarið í kjölfar þess að Breiðablik neitaði að nota hann fyrir leik liðanna í Bestu deild karla um síðustu helgi.
Mikið fjaðrafok var í kringum leikinn. Blikar mættu aðeins um hálftíma fyrir leik á Víkingsvöll og notuðu klefana ekki.
Talað hefur verið um að þar sé ljóslaust og vond lykt.
Í nýjasta þætti Íþróttavikunnar gerði þáttastjórnandinn Helgi Fannar Sigurðsson sér ferð niður í Vík og skoðaði klefann umrædda.
Myndband af innslaginu er í spilaranum.