Sóli Hólm er nýjasti gestur Íþróttavikunnar, sem sýnd er í Sjónvarpi Símans undir hlekk Hringbrautar og á 433.is. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson hafa umsjón með þættinum.
Luis Rubiales forseti spænska knattspyrnusambandsins hefur heldur betur verið í umræðunni undanfarið eftir hegðu sína í kjölfar sigurs spænska kvennalandsliðsins á HM. Rubiales kyssti Jenni Hermoso leikmann Spánar beint á munninn eftir leik og hefur verið harðlega gagnrýndur.
FIFA hefur sett hann í tímabundið bann en móðir Rubiales talar um nornaveiðar og fór í hungurverkfall.
„Ertu ekki vanalega eins og þú ert alinn upp?“ spurði Hrafnkell er málið var rætt.
Sóli tók til máls.
„Þetta er maður sem vill ekki taka ábyrgð á gjörðum sínum, er greinilega alinn upp þannig að allt sem hann gerir er rétt og að allir aðrir hafi rangt fyrir sér. Þetta er bara algjör skrípaleikur, að gæinn segi ekki bara sorrí og að hann sé farinn.
Þessi maður er allavega búinn að hafa sig að algjöru fífli.“
Umræðan í heild er í spilaranum.