fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Kindur herja á Sauðárkrók – „Þetta kemur að norðanverðu“

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 1. september 2023 16:30

Hrútar hafa nú venjulega mestan áhuga á ám eins og þessum en ekki ferðamönnum. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sauðárkrókur er ekki fjárheldur að norðanverðu og reglulega kemur það fyrir að kindur valsa inn í bæinn. Hafa þær meðal annars étið sumarblóm og úr görðum við hús bæjarbúa. Bærinn bendir á Vegagerðina og öfugt.

„Bærinn er ekki fjárheldur að norðanverðu því þar er ekki ristarhlið,“ segir Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri Skagafjarðar. „Við erum búin að gera mikið í girðingamálum annars staðar við bæinn. Þetta kemur að norðanverðu. Það þarf að ná að loka veginum. Það verður ekki öðruvísi gert en með ristarhliði.“

Héraðsvefurinn Feykir greindi fyrst frá ástandinu. Í frétt vefsins er sagt að fólk sé orðið langþreytt á ágangi kindanna. Lausaganga sauðfjár sé bönnuð í þéttbýli en kindurnar gera sig heimakomnar í kringum húsin og valda tjóni. Þar að auki er af þeim mikill óþrifnaður.

Í eldri frétt Feykis, frá því septembermánuði árið 2022, kemur fram að ástandið hafi verið viðvarandi um árabil. Kindurnar leiti inn í bæinn til þess að gæða sér á græðlingum og gómsætum sumarblómum í görðum Sauðárkróksbúa í stað þess að naga fjallagróður á afrétti. Koma þær stundum í tuga tali og eftir að þeim er smalað í burtu kemur annar hópur jafn harðan.

Þverárfjallsvegur hættulegur

Sigfús segir að þegar kindurnar koma í bæinn sé ekkert annað að gera en að kalla til starfsmenn áhaldahússins til að smala þeim burt.

Þrjú sveitarfélög, Skagafjörður, Skagabyggð og Húnabyggð, hafa sent erindi til Vegagerðarinnar þar sem óskað er eftir því að sett verði upp ristarhlið sitt hvoru megin Þverárfjalls. Einnig að girt verði með fram veginum. Sigfús segir að Þverárfjallsvegur sé hreinlega hættulegur því hann liggur í gegnum afrétt þar sem bæði kindur og hross ganga laus.

Sigfús Ingi sveitarstjóri segir að Sauðárkrókur sé ekki fjárheldur að norðanverðu.

„Vegagerðin neitaði því. Þau töldu þetta ekki vera þeirra hlutverk heldur landeiganda,“ segir Sigfús.

Hann segir að það sé í sjálfu sér rétt upp að vissu marki en engu að síður hafi verið girt með fram öðrum afréttum.

Svona sé staðan en sveitarfélögin þrjú muni fylgja málinu eftir.

Girðingar vandamálið

Sólveig Gísladóttir, sérfræðingur hjá Vegagerðinni, segir að það sé eitt ristarhlið á Þverárfjallsvegi. Hins vegar séu girðingarnar sem liggja að hliðinu ekki fjárheldar. Kostnaður við að setja upp eitt ristarhlið sé rúmlega fimm milljónir króna.

„Sveitarfélög og landeigendur bera ábyrgð á að girðingum sé við haldið og þær fjárheldar,“ segir Sólveig aðspurð um ábyrgð á því að kindur valsi inn á Sauðárkrók.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hraunið fer brátt að renna inn á bílastæði Bláa lónsins – Sjáðu myndina

Hraunið fer brátt að renna inn á bílastæði Bláa lónsins – Sjáðu myndina
Fréttir
Í gær

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 
Fréttir
Í gær

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“
Fréttir
Í gær

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“