fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fókus

Adele stöðvaði tónleika sína í miðju lagi – Hágrætti aðdáanda sinn

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 1. september 2023 22:00

Adele er hætt að drekka áfengi og kaffi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breska söngkonan Adele hefur verið með tónleika í The Colosseum í Caesars Palace í Las Vegas í Bandaríkjunum. Fyrstu tónleikarnir fóru fram 18. nóvember í fyrra og hafa þeir fengið mikið lof bæði aðdáenda hennar og gagnrýnenda og uppselt hús á hverju kvöldi.

Síðustu helgi birtist myndband á TikTok þar sem sjá má ungan karlmann í mikilli geðshræringu á tónleikununum svo ánægður er hann að vera loksins mættur til að sjá og heyra átrúnaðargoð sitt Adele í eigin persónu. Ungi maðurinn var með símann á lofti að taka upp tónleikana og söng hástöfum með í hverju lagi, alveg einn í sínum aðdáendaheimi. 

Eitthvað var athæfi hans að trufla fólkið sem sat fyrir aftan manninn sem báðu hann um að setjast, sem ungi maðurinn gerði, en var svo rokinn aftur upp í næsta lagi. Þá mættu öryggisverðir til að reyna að fá unga manninn til að hemja sig. 

@21skybaby3 Shes the best she cares alot for her fans and thats the best #fyp #foryou #foryoupage #fypシ #viral #parati #adele ♬ original sound – 21skybaby.                 👠

Adele sá greinilega atvikið af sviðinu og stöðvaði söng sinn í miðju lagi. Sagði hún öryggisvörðum að láta unga manninn vera og leyfa honum að njóta sín. „Látið hann vera, af hverju eru allir að böggast í honum? Njóttu sýningarinnar. Fyrirgefið öll, öryggisverðir og fólkið fyrir aftan hann hefur ekki látið hann vera, hann er kominn til að skemmta sér, þið eruð öll komin hingað til að skemmta ykkur,“ segir Adele við mikinn fögnuð áhorfenda, þar á meðal unga mannsins. 

Tónleikaröðin átti aðeins að standa til 25. mars, en í mars var tilkynnt að Adele myndi halda tónleikaröðinni áfram frá júní til nóvember í ár. Það fer því hver að verða síðastur að næla sér í miða ef einhverjir slíkir eru enn á lausu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram