Sóli Hólm er nýjasti gestur Íþróttavikunnar, sem sýnd er í Sjónvarpi Símans undir hlekk Hringbrautar og á 433.is. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson hafa umsjón með þættinum.
Sóli er gallharður stuðningsmaður Liverpool og þrátt fyrir vonbrigði á síðustu leiktíð telur hann að liðið vinni deildina í vor.
„Síðan ég byrjaði að fylgjast með Liverpool hef ég aldrei farið í tímabil haldandi annað en að við séum að fara að vinna. Nema á tímabili síðsumars núna hugsaði ég að við værum kannski ekki að fara að vinna þessa deild. En eftir að hafa horft á fyrstu þrjá leikina er ég alveg viss um að við erum að fara að vinna deildina.
Ég held að þetta verði eitthvað ótrúlegt tímabil,“ sagði Sóli.
Helgi skaut inn í. „Það er rosalegt að hlusta á þetta.“
Sóli dró aðeins í land en fór ekki af því að Liverpool yrði allavega á meðal efstu þriggja liða.
Ítarleg umræða um Liverpool er í spilaranum.