Sóli Hólm er nýjasti gestur Íþróttavikunnar, sem sýnd er í Sjónvarpi Símans undir hlekk Hringbrautar og á 433.is. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson hafa umsjón með þættinum.
Víkingur komst upp í Bestu deild kvenna á dögunum. Liðið er líka bikarmeistari svo það gengur vel kvennamegin í Víkinni líkt og karlamegin.
„Þetta er orðið mekka fótboltans í dag. Það eru ótrúlegir hlutir að gerast þarna. Ég hef alltaf verið hrifinn af Víkingum en þeim gengur svo vel og það er svo mikil stemning að ég fer alveg að detta út úr því, þetta er orðið svo mikið,“ sagði Sóli léttur.
Hrafnkell bætti við að Víkingskonur eigi sannarlega skilið að fara upp. „Þetta Víkingslið er alltof gott til að spila í fyrstu deild.“
Umræðan í heild er í spilaranum.