Sofyan Amrabat miðjumaður Fiorentina er að koma sér upp í flugvél til að ná að skrifa undir hjá Manchester United áður en félagaskiptaglugginn lokar klukkan 22:00 í kvöld.
Fiorentina hefur samþykkt tilboð í Amrabat og er fyrsti hluti læknisskoðunar búinn.
Miðjumaðurinn frá Marokkó flýgur nú til Manchester þar sem hann klárar alla pappírsvinnu og verður formlega leikmaður United.
Miðjumaðurinn hefur verið orðaður við United í allt sumar og virðast skiptin ætla að ganga í gegn á lokadegi félagaskiptagluggans.
Félögin hafa náð saman um lánssamnig. United greiðir 10 milljónir evra fyrir hann og geta svo keypt hann næsta sumar. Kaupverðið gæti orðið allt að 25 milljónir evra.
🇲🇦 Sofyan Amrabat leaving Florence to travel to Manchester. #mufc
🎥 @MVN_ENpic.twitter.com/uw1sLAxCXX
— The United Stand (@UnitedStandMUFC) September 1, 2023