Báðar verslanirnar eru við Garðatorg 4 í Garðabæ og hafa gengist undir talsverðar framkvæmdir undanfarna viku. Viðskiptavinum var boðið í veglegt partý í dag, en veislan heldur áfram á morgun. Það eru einnig alls konar tilboð í gangi sem verða alla helgina.
Breytingarnar bjóða upp á skemmtilega og spennandi tíma fyrir viðskiptavini. NN Studio hefur aukið vöruúrval um 30 prósent og tekið inn ný snyrtivörumerki; Resibo og Nobe, og vinsælu skóna frá Vagabond og Ecco.
Einnig verða haldin förðunarnámskeið og dekurkvöld í nýju aðstöðunni.
Kristín Stefánsdóttir stofnaði NN Studio árið 2015 og tók nýverið við Cobru. Sokkabúðin hefur verið starfandi í 24 ár og er velkomin viðbót.
„Við erum mjög spenntar að kynna breytingarnar til viðskiptavina okkar. Við höfum verið með mjög tryggan hóp viðskiptavina í gegnum árin og þykir það því mikið gleðiefni að geta boðið þeim upp á aukið vöruúrval og þjónustu, og vonandi stækka hópinn í leiðinni. NN Studio er ekki lengur bara snyrtivöru- og fataverslun heldur lífsstílsverslun og við vonum að sem flestir komist um helgina að fagna því með okkur,“ segir Margrét Guðjónsdóttir, markaðsstjóri NoName ehf.
„Það er líka gaman að segja frá því að við ákváðum þessar framkvæmdir fyrir mánuði síðan, lokuðum í tvo daga og gerðum stóran hluta sjálfar, meðal annars að veggfóðra.“
Það var mikil stemning og gestir fengu sér léttar veitingar og skáluðu í drykkjum frá Borg Brugghúsi.