Liverpool er búið að hafna munnlegu 100 milljóna punda tilboði frá Al Ittihad í Sádi-Arabíu í Mohamed Salah. Helstu miðlar greina frá þessu.
Hinn 31 árs gamli Salah hefur verið orðaður við Sádí undanfarið en það kemur ekki til greina að selja hann. Félagið hafnaði tilboði Al Ittihad samstundis í símtali í gærkvöldi.
Sem fyrr segir var tilboðið upp á 100 milljónir punda en það hefði einnig innihaldið aukagreiðslur seinna meir.
Salah skrifaði undir þriggja ára samning við Liverpool í fyrra sem færir honum 350 þúsund pund á viku. Hann verður áfram hjá félaginu í bili.
Fjöldi stjarna hefur auðvitað farið til Sádí í sumar þar sem ansi há laun eru í boði.