Það virðist æ líklegra að Sofyan Amrabat gangi í raðir Manchester United frá Fiorentina fyrir lok félagaskiptagluggans í kvöld.
Miðjumaðurinn hefur verið orðaður við United í allt sumar og virðast skiptin ætla að ganga í gegn á lokadegi félagaskiptagluggans.
Það sem ýtir sterklega undir það er að miðjumaðurinn Maxime Lopez er á leið til Fiorentina frá Sassuolo. Er félagið að öllum líkindum að fá hann inn til að leysa Amrabat að.
Amrabat átti frábært tímabil með Fiorentina á síðustu leiktíð og heillaði einnig á HM í Katar með landsliði Marokkó.
Significant update for Amrabat story: Fiorentina are on the verge of reaching an agreement with Sassuolo for Maxime Lopez as new midfielder. 🔴🧩
Expectation for Amrabat & Man Utd deal to get done as Fiorentina in very advanced talks to replace him.
More to follow #DeadlineDay
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 1, 2023